Thursday, August 18, 2005

IF I COULD TURN BACK TIME...

þá væri ég 22 ára. Enn eitt afmæli liðið, tuttugasta og fjórða afmælið to be precise... Átti mjög góðan dag, Sara Hlín vann ammliskveðjukappið, enda vaknar stelpan fyrir allar aldir (þrisvar í mánuði) :) Vaknaði við sms frá henni um miðja nótt, og svo héldu þau bara áfram að streyma, sem og símhringingar.Ég elska að vera miðja alheimsins :) Mamma vakti mig svo í morgun með söng og pakka, sem ég actually lagði á gólfið svo ég gæti snúzað aaaðeins lengur, þegar pakkar ná mér ekki einusinni á fætur þá er það slæmt....
Valur Svalur yfirmaður minn reyndi að taka mig á taugum því ég var að vinna í allan dag, og hann óskaði mér ekki til hamingju fyrr en ég fór rétt fyrir fimm.. en ég vissi að hann vissi að ég ætti ammli svo ég ákvað að sitja á mér, hann gerði þetta líka í fyrra, hringdi í mig og blaðraði geðveikt lengi þangað til ég sprakk ÉG Á AMMLI ÞARNA FÍBBLIÐ ÞITT!!!! þá var hann bara að stríða mér, beið með það þar til seinast að segja til ham.
Svo komu systkini mín í mat og frændsystkini mín gáfu mér pakka merktan Lagnhildul, eins og Finnur Arnór ber nafnið mitt fram :) Svo komu pa og Gu og auddað alle mine dliser, nema einn sem hringdi úr flugvél á leið til Spánar. Svo gleymdi ég að fylgjast með því þegar klukkan yrði 23:30 sem er nklega tíminn sem ég fæddist. Anyways I´m old og ég man ekki akkru ég ætlaði að blogga.
Er á einhverjum léttum I´m so old bömmer, sem er nú ekkert nýtt... frekar en ég. Playlistinn minn er Time after time, We have all the time in the world, If I could turn back time og Time is running out. Hvað ætli ég sé að hugsa um hmmm? dunno. Allavega ekki að mér finnist ég aldrei gera neitt því allur tíminn minn fer bara í að vera til og get by. Mig vantar fokkin snooze takka á lífið! Ég er svo lengi í gang. Verð örugglega áttræð þegar ég fatta hvað ég vil verða þegar ég verð stór o.s.frv.
Ég er nottla stórkostlega biluð. Búin að eiga splendid dag í faðmi vina og fjölskyldu. Af öllum dögum ætti ég að vera happy í dag. Æji, mig vantar bámsaknús. Nei, nú hætti ég öllu rugli, verð ábyrg, þroskuð, róleg og sýni jafnaðargeð að jafnaði haha. Ætla að fara að sofa og vakna á morgun með einbeittan hug á að verða allt sem ég get. Be the best you can. Cheesy setning sem ég man ekki hvaðan er. Ég elska ykkur öll og takk fyrir mig. Thank you, you love me, you really love me!!!

3 comments:

Anonymous said...

æji litla músin mín, eitthvað lítil í þér?
Cheer up love. Þetta verður allt í lagi. Það er gaman að eldast og vita meira, meira í dag en í gær. Vita hvað það var gaman í gær, en leiðinlegt í dag. Ég veit ekki hvern við erum að plata þegar við segjum þetta rugl. Þannig að já gamla, þetta er ömurlegt, við eigum öll eftir að deyja. Deyjum fyrr í dag, en við gerðum í gær. Hnuss...

Óhnitmiðuð skilaboð dagsins voru i boði: Unu, systurinnar sem veit alltaf hvað er best að ljúga að fólki, en man svo aldrei eigin ráðleggingar og endar því sem hræsnari.

p.s. hún er að verða ÞRÍTUG! ojbara

Anonymous said...

Ég ætla að prenta þetta blogg út og lesa það næst þegar ég fer á fyllerí! Munum allavega að taka þennan TRÚNÓ næst þegar við erum fullar...
En ég gekk í gegn um þetta 1.júní og stend sjálfa mig að því að segja þegar fólk spyr mig hvað ég sé gömul að ég sé NÝ orðin 24!!
... og að hugsa sér það að þetta á bara eftir að versna!

Love you longtime.

Anonymous said...

ég er aftur á móti bara unglingur miðað við ykkur tjédlingarnar...

en ég elska ykkur long time og vonast til að þið hjálpið mér í gegnum bömmerinn í október þegar ég fatta að ég eldist líka!