7. ágúst. Hefði átt að vera að gifta mig í dag. En nei, Tryggvi er týndur. Hef hvort eð er ekki tíma, er að fara í 75 ára ammli kl. 3 í dag.
Afmælis seasonið er hafið, hófst í gær með því að Kiddi varð 25 ára. Til ham með am Kiddó. Svo á Valnýjin ammli á morgun Til ham með am líka :) Eins gott það verði kaka í vinnunni... ;)
Svo heldur þetta áfram... Stefnir allt í það að ég, Sara Valný og Hildur endurtökum tvítugsafmælið okkar, bara aðeins íburðarminna, en við erum að plana að halda allar saman upp á ammlið okkar um næstu helgi þar sem stór partur af vinum mínum ákvað að fara til útlanda á afmælinu mínu!!! Bitur? Ég? Never! Nei ok ok ég viðurkenni það alveg, ég elska að eiga ammli, þótt ég kjósi að eldast ekki sem nemur afmælisdögum, og mér finnst glatað að fólk fari til útlanda á ammlinu mínu. Eina manneskjan sem er löglega afsökuð er Hlínster, þetta er vinnan hennar. Þið hin... better bring me a big present!
Ég ætti eiginlega að búa til eyðublöð, þannig að fólk geti sótt um leyfi til að vera í burtu á afmælinu mínu, og þá er bara ákveðinn kvóti (1), þeir sem sækja of seint um fá bara ekki að fara :D Verð að muna þetta næst.
Helgin mín var frekar róleg. Fór með Un, Gu og Sno á The Island í bíó á fös. Ágætis mynd, ekki kannski collectors item. En Ewan McGregor er alltaf svo sætur að hann heldur hvaða mynd sem er uppi :) Svo er Steve Buscemi líka alltaf frábær.... og Scarlett ofsa sæt... Við kíktum svo á Ölstofuna í smá og fórum svo heim að spila Sequence.
Svo var auðvitað Gay Pride í gær, kannski ekki veglegasta skrúðgangan en smiðirnir, bændurnir og slökkviliðsmennirnir voru alveg jömmí jömmí jömm hey! Ásla var með myndavél, vona að hún setji fljótt inn myndir. Svo fékk ég líka massa viðreynslu frá konunni sem vann dragið í ár. Er það dragkóngur þá? Allavega, ég var þvílíkt upp með mér :) Afhverju heldur straight fólk aldrei upp á kynhneigð sína? Þetta er svo dull hjá okkur. Gleited.
Fiona og Glenn vinur hennar koma til landsins á fimmtudaginn, það verður geðveikt gaman :) Ætli við Ásla dröslum þeim ekki um túristasvæðin... Þótt Fi hafi komið hingað áður.
En já, best að drulla sér í sturtu og svo í ammli, laters gaters. XXX Ra
Sunday, August 07, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Mér fannst slökkvimennirnir langflottastir, og hommahnjúkarnir.
En ég verð ekkert í útlöndum allan afmælisdaginn þinn, fer fram og til baka og kem um kaffileyti og er ekki lítið til í afmæliskaffi um kvöldið?? :o)
En hver er Glen annars, aldrei heyrt það áður?
jú auddað verður ammliskaffi... það er alltaf :) Ég ætla að eiga þrjú ammli, næstu helgi, ammlisdaginn minn og á menningarnótt.
Glenn er vinur Fionu sem hún kynntist í háskólanum, hann er geeeðveikt skemmtó. Við ásla kynntumst honum þegar við vorum úti í Manchester.
Mér líst vel á hugmyndina um Straight pride hátíð. Ætlarðu að sjá um að skipuleggja hana því þú ert vön að skipuleggja hátíðir?
haha :) já, ég get fengið ss til að gefa okkur pulsur, vífilfell til að gefa fanta..... og læt búa til boli. hef þetta bara aaalveg eins og rokkhátíðina, nema strika yfir rokk og skrifa straight í staðinn...
Post a Comment