Hæ allar mínar ástir. Ég er komin heim frá Unu minni í Hollandi. Það var mega gaman, við Una mössuðum náttfötin og hangsið, en inn á milli fórum við til Rotterdam, Haag og Amsterdam. Ég kynntist líka vinum hennar og þau eru geeeðkt skemmtileg... allavega næstum öll hehe :) Á föstudeginum héldum við matarboð og vorum alls 12 (!!!) í herberginu hennar... við fengum lánaða eldavél, pönnu, diska og hnífapör og svo sátum við öll á gólfinu. Eftir það fórum við (ekki allir samt) til Rotterdam á djammið. Það var mega gaman, reyndar frekar furðuleg tónlist sem var spiluð, t.d. lag sem er alveg eins og MC Hammer Can´t touch me bara með öðrum texta og ekki viðlaginu, og Hemma Gunn lag á útlensku (hehe). Ég prófaði að hjóla full og það var bara helvíti skemmtilegt, mæli með því. Ég verslaði alveg smá, en ekkert til að fá samviskubit yfir, mig vantaði alveg föt... og 9 sokkapör... og þrjá eins hlíraboli... og 50 bleika túlípana sem ég dröslaði heim... já, allt semsagt voða temmilegt, enda er ég soddan mínimalisti. Ég rölti líka um rauða hverfið í Amsterdam, það er eiginlega ekkert skemmtilegt, bara disturbing.
Ég var að fá kast þarna úti, sá aldrei neina túlípana... og Una sagði að það væri ekki rétta seasonið!!! Ég hélt ég myndi deyja, en svo þegar ég var komin á flugvöllinn þá voru seldir túlípanavendir þar... 50 bleikir túlípanar í vendi. Auddað varð ég að kaupa þá, make up for lost tulips.
Mér líkar rosalega vel við bæinn sem Una er í, og ég ætla sko pottþétt að heimsækja hana aftur :) Helst í sumarveðri. Það var samt mjög indælt veður þarna, hlýr vindur og skýjað, rigndi bara smá. Ég hélt svo að ég myndi kálast þegar ég kom út úr Leifsstöð það var svo kalt.
Ég er að vinna í að búa til fotki myndasíðu til að setja inn myndir frá ferðinni, þarf smá hjálp við það... tölvur og ég... en ég læt ykkur vita þegar hún er up and running.
En já OMG það er að koma ný mynd með Robert Downey JR jejeeeeh! Lovv him! Eins gott að einhver bjóði sig fram að koma memm mér að sjá hann í bíó.
Sjittt er að horfa á Sylvíu Nótt að hömpa í bíl hjá Gullfossi, djöfull er þetta fyndið atriði. Oooooooooj hahahahahaha. En í fyrrihlutanum á þessum þætti með hennar var töff lag og stelpa sem söng, það var eitthvað blablabla happy... veit einhver hvaða lag þetta er? I like it a lot.
Æj já, hlakka mega sega til laugardagsins, Áslan mín á afmæli og verður með næntís þema. Ég man samt ekkert hvernig átfittin voru þá, massa bara tónlistina til að bæta upp fyrir það :) Ég ætla svo að vera on the ass allt kvöldið. Er með einhverja fylleríisveiru núna, er í margföldu djammstuði. Er reyndar líka í margföldu knússtuði, er með knúsuna á hágu stigi, hmmm best að vera sæt á laugardaginn... So look out on saturday... :)
Þangað til næst... blessó
Thursday, October 27, 2005
Thursday, October 20, 2005
Each journey begins with a single step
Einar og Una urðu strax vinir
Ég og Einar
"The two Unas united"
Ég dröslaði mér fram úr rúminu í morgun kl 4.30 eftir quality tveggja tíma svefn.... og dreif mig til útlanda :) Var komin til Unu um kl. 2 og síðan þá erum við búnar að vera að gera það sem við gerum best... ekkert. Bara spjalla, lúlla, elda og hafa það kósí. Mér líst rosa vel á þennan stað, nettur háskólabær og held það verði mjög gaman að djamma.... sem er einmitt það sem við ætlum að gera á morgun. Fáum fólk í mat og djamm. Einar ferðafélagi datt aðeins í það en við erum búnar að vera miklu rólegri í því í kvöld.
Núna ætlum við bara að fara að sofa, fengum lánaða dýnu svo við þurfum ekki að deila 90 cm breiða rúminu hennar Unu sem okkur tókst þó að sofna saman í í dag :) Eins og litlir englar....
Blogga örugglega aftur héðan frá Delft, ætla að fara að sofa núna, þannig að... waar is het bibliotheek.
Ég og Einar
"The two Unas united"
Ég dröslaði mér fram úr rúminu í morgun kl 4.30 eftir quality tveggja tíma svefn.... og dreif mig til útlanda :) Var komin til Unu um kl. 2 og síðan þá erum við búnar að vera að gera það sem við gerum best... ekkert. Bara spjalla, lúlla, elda og hafa það kósí. Mér líst rosa vel á þennan stað, nettur háskólabær og held það verði mjög gaman að djamma.... sem er einmitt það sem við ætlum að gera á morgun. Fáum fólk í mat og djamm. Einar ferðafélagi datt aðeins í það en við erum búnar að vera miklu rólegri í því í kvöld.
Núna ætlum við bara að fara að sofa, fengum lánaða dýnu svo við þurfum ekki að deila 90 cm breiða rúminu hennar Unu sem okkur tókst þó að sofna saman í í dag :) Eins og litlir englar....
Blogga örugglega aftur héðan frá Delft, ætla að fara að sofa núna, þannig að... waar is het bibliotheek.
Friday, October 14, 2005
Amsterdam is the answer, but I forgot the question
Delft baby yeah!! Ég er að fara til útlanda nanínanínaní... Impulse purchase, keypti mér miða til Hollands til að heimsækja Unumín og ég fer næsta fimmtudag! Fokkin awsome. Ætla að kaupa mér fullt af túlipönum, afþví að í Hollandi er alltaf túlipanaseason!!! Helvítis íslenskir blómabændur... not the season pffh!!!
En já, ég skal senda póstkort :)
Wednesday, October 12, 2005
Monday, October 10, 2005
bloggskuld
Er búin að vera með massívan sammara yfir hvað það sé langt síðan ég bloggaði. Er meiraðsegja búin að byrja á nokkrum, en aldrei náð að klára heilt blogg til að pósta...
Seinasta vika leið, eins og þið hafið víst tekið eftir... :) en já, ég fékk þessa líka skemmtilegu ælupest í seinustu viku, kom heim og ætlaði að fleygja mér upp í rúm en þá var kisa búin að veiða fugl handa mér í matinn. Litla rófan, vildi gefa mér mat afþví hún elskar mig svo mikið, og hún hafði alveg þvílíkt fyrir þessu, hún var búin að dekka borðstofuborðið með sparistellinu, kveikja á kertum og ofnbaka fuglinn með grænmeti, kartöflugratíni og sveppasósu. Ég var líka mjög þakklát en ég hafði bara ekki lyst á þessum fína fugli því ég var með ælupest. Því henti ég öllu saman út í tunnu, þreif fjaðrirnar af gólfinu og henti mér í rúmið. Sem betur fer var þetta stutt veiki.
Síðan fórum við á októberfest hjá HÍ, það var mjög gaman, samt kannski ekki alveg kreisí gaman... en samt stuð :) Við ásla fórum svo í svefnkeppni á laugardaginn og þótt ég hafi staðið mig betur fyrripart dags þá hraut hún sig fram úr mér með rosalegum blundi seinnipartinn :) Helgin var svo mest róleg, svaf, borðaði og horfði á sjónvarpið. Afrekaði þó að þrífa og svo labbaði ég til Hildar á sunnudagskvöldið í mat. Yes you read right, ég labbaði! :) það var meirað segja bara hressandi!
Svo á morgun er Sparidagur Dlísanna, þótt eiginlegi sparidagurinn sé 16. okt þá höldum við upp á hann á morgun til að allir fái að vera með. Hlakka mega til, það verður ýkt freba mega gíga! Oink Oink Oink... Oink
en já, er í heimsókn hjá ma og Ein, blogga meira seinna... xxx chiao
Seinasta vika leið, eins og þið hafið víst tekið eftir... :) en já, ég fékk þessa líka skemmtilegu ælupest í seinustu viku, kom heim og ætlaði að fleygja mér upp í rúm en þá var kisa búin að veiða fugl handa mér í matinn. Litla rófan, vildi gefa mér mat afþví hún elskar mig svo mikið, og hún hafði alveg þvílíkt fyrir þessu, hún var búin að dekka borðstofuborðið með sparistellinu, kveikja á kertum og ofnbaka fuglinn með grænmeti, kartöflugratíni og sveppasósu. Ég var líka mjög þakklát en ég hafði bara ekki lyst á þessum fína fugli því ég var með ælupest. Því henti ég öllu saman út í tunnu, þreif fjaðrirnar af gólfinu og henti mér í rúmið. Sem betur fer var þetta stutt veiki.
Síðan fórum við á októberfest hjá HÍ, það var mjög gaman, samt kannski ekki alveg kreisí gaman... en samt stuð :) Við ásla fórum svo í svefnkeppni á laugardaginn og þótt ég hafi staðið mig betur fyrripart dags þá hraut hún sig fram úr mér með rosalegum blundi seinnipartinn :) Helgin var svo mest róleg, svaf, borðaði og horfði á sjónvarpið. Afrekaði þó að þrífa og svo labbaði ég til Hildar á sunnudagskvöldið í mat. Yes you read right, ég labbaði! :) það var meirað segja bara hressandi!
Svo á morgun er Sparidagur Dlísanna, þótt eiginlegi sparidagurinn sé 16. okt þá höldum við upp á hann á morgun til að allir fái að vera með. Hlakka mega til, það verður ýkt freba mega gíga! Oink Oink Oink... Oink
en já, er í heimsókn hjá ma og Ein, blogga meira seinna... xxx chiao
Sunday, October 02, 2005
and a schlumpfh...
Chanello!! Vona að helgin ykkar hafi verið góð. Mín var það allavega, djammaði ekkert, var mest að lúðast... en í dag er ég búin að vaska upp, taka til, baka köku og er með kjúkling í ofninum. Ég er svo fáránlega mikil húsmóðir :D oooh ég er svo dugleg... Fór í mat í gær til bróður míns og fjölskyldu og svo spiluðum við Sequence fram eftir kvöldi og ég vann ekki eitt einasta spil! Ömurð. Lenamín kíkti líka til mín í gær, gaf mér mega kúl innflutningsgjöf, mynd af Ritu Hayworth. Verð að fara að leigja kvikmyndir með henni... fletti henni upp í dag og hún lék með Fred Astaire í einhverjum myndum og það er nottla mega kúl. Verð að sjá þær og svo auðvitað Gildu.
Annars skil ég ekkert afhverju ég djammaði ekki, var í þvílíku stuði á föstudaginn, keypti mér tvær kippur af bjór, en svo drakk ég bara tvo bjóra alla helgina. Nokkuð ljóst að ég verð að drekka þetta allt næstu helgi. Get ekki átt áfengi inn í skáp si svona... Gæti skemmst eða brotnað.
Annars eru helstu skemmtifréttir vikunnar að við Siggi (í vinnunni) kláruðum episode I í StarWars Legó á föstudaginn :D Ég er að segja ykkur það... skemmtilegasti tölvuleikur síðan SuperMarioBros III. Vorum í tölvunni eftir vinnu alveg þangað til ríkinu var að fara að loka... Ég ætla svo að fá PS2 og leikinn lánaðan einhverntímann og plata ykkur öll í heimsókn til að prófa hann... then you´ll see, I´m not mad!
Ég er komin með æði fyrir nýjum sjónvarpsþætti (nýr fyrir mér) Arrested Development. Drullufyndnir þættir, mæli með þeim. Fekk 1.season lánað og er búin að liggja yfir þessu endalaust.
Nú þarf ég að taka kjúklinginn úr ofninum og búa til salat :) Heyri í ykkur börnin góð. xxx
Annars skil ég ekkert afhverju ég djammaði ekki, var í þvílíku stuði á föstudaginn, keypti mér tvær kippur af bjór, en svo drakk ég bara tvo bjóra alla helgina. Nokkuð ljóst að ég verð að drekka þetta allt næstu helgi. Get ekki átt áfengi inn í skáp si svona... Gæti skemmst eða brotnað.
Annars eru helstu skemmtifréttir vikunnar að við Siggi (í vinnunni) kláruðum episode I í StarWars Legó á föstudaginn :D Ég er að segja ykkur það... skemmtilegasti tölvuleikur síðan SuperMarioBros III. Vorum í tölvunni eftir vinnu alveg þangað til ríkinu var að fara að loka... Ég ætla svo að fá PS2 og leikinn lánaðan einhverntímann og plata ykkur öll í heimsókn til að prófa hann... then you´ll see, I´m not mad!
Ég er komin með æði fyrir nýjum sjónvarpsþætti (nýr fyrir mér) Arrested Development. Drullufyndnir þættir, mæli með þeim. Fekk 1.season lánað og er búin að liggja yfir þessu endalaust.
Nú þarf ég að taka kjúklinginn úr ofninum og búa til salat :) Heyri í ykkur börnin góð. xxx
Subscribe to:
Posts (Atom)