Thursday, October 27, 2005

bjór og bleikir túlípanar

Hæ allar mínar ástir. Ég er komin heim frá Unu minni í Hollandi. Það var mega gaman, við Una mössuðum náttfötin og hangsið, en inn á milli fórum við til Rotterdam, Haag og Amsterdam. Ég kynntist líka vinum hennar og þau eru geeeðkt skemmtileg... allavega næstum öll hehe :) Á föstudeginum héldum við matarboð og vorum alls 12 (!!!) í herberginu hennar... við fengum lánaða eldavél, pönnu, diska og hnífapör og svo sátum við öll á gólfinu. Eftir það fórum við (ekki allir samt) til Rotterdam á djammið. Það var mega gaman, reyndar frekar furðuleg tónlist sem var spiluð, t.d. lag sem er alveg eins og MC Hammer Can´t touch me bara með öðrum texta og ekki viðlaginu, og Hemma Gunn lag á útlensku (hehe). Ég prófaði að hjóla full og það var bara helvíti skemmtilegt, mæli með því. Ég verslaði alveg smá, en ekkert til að fá samviskubit yfir, mig vantaði alveg föt... og 9 sokkapör... og þrjá eins hlíraboli... og 50 bleika túlípana sem ég dröslaði heim... já, allt semsagt voða temmilegt, enda er ég soddan mínimalisti. Ég rölti líka um rauða hverfið í Amsterdam, það er eiginlega ekkert skemmtilegt, bara disturbing.
Ég var að fá kast þarna úti, sá aldrei neina túlípana... og Una sagði að það væri ekki rétta seasonið!!! Ég hélt ég myndi deyja, en svo þegar ég var komin á flugvöllinn þá voru seldir túlípanavendir þar... 50 bleikir túlípanar í vendi. Auddað varð ég að kaupa þá, make up for lost tulips.
Mér líkar rosalega vel við bæinn sem Una er í, og ég ætla sko pottþétt að heimsækja hana aftur :) Helst í sumarveðri. Það var samt mjög indælt veður þarna, hlýr vindur og skýjað, rigndi bara smá. Ég hélt svo að ég myndi kálast þegar ég kom út úr Leifsstöð það var svo kalt.
Ég er að vinna í að búa til fotki myndasíðu til að setja inn myndir frá ferðinni, þarf smá hjálp við það... tölvur og ég... en ég læt ykkur vita þegar hún er up and running.
En já OMG það er að koma ný mynd með Robert Downey JR jejeeeeh! Lovv him! Eins gott að einhver bjóði sig fram að koma memm mér að sjá hann í bíó.

Sjittt er að horfa á Sylvíu Nótt að hömpa í bíl hjá Gullfossi, djöfull er þetta fyndið atriði. Oooooooooj hahahahahaha. En í fyrrihlutanum á þessum þætti með hennar var töff lag og stelpa sem söng, það var eitthvað blablabla happy... veit einhver hvaða lag þetta er? I like it a lot.

Æj já, hlakka mega sega til laugardagsins, Áslan mín á afmæli og verður með næntís þema. Ég man samt ekkert hvernig átfittin voru þá, massa bara tónlistina til að bæta upp fyrir það :) Ég ætla svo að vera on the ass allt kvöldið. Er með einhverja fylleríisveiru núna, er í margföldu djammstuði. Er reyndar líka í margföldu knússtuði, er með knúsuna á hágu stigi, hmmm best að vera sæt á laugardaginn... So look out on saturday... :)

Þangað til næst... blessó

6 comments:

Sigs said...

"..töff lag og stelpa sem söng, það var eitthvað blablabla happy... veit einhver hvaða lag þetta er? I like it a lot."



besta.
lýsing.
á.
lagi.


ever.

Anonymous said...

jaháááááááá... ÁsLAUGARDAGURinn jeijeijeij
og þar verður alveg MC Hammer Can´t touch me - MEÐ viðlaginu!


en nei ég veit ennþá ekki hvaða lag þetta er... þrátt fyrir nákvæma lýsingu!

Ragnhildur said...

hvað er að ykkur??? þetta er rooosalega nákvæm og góð lýsing á lagi...

Anonymous said...

Mikið er ég ánægð með þig að hafa ekki klikkað á túlíbönunum, algjört grundvallaratriði þegar maður fer til Hollands og ekki var það verra að þeir voru bleikir! En hvernig klossa keyptir þú þér?

Ragnhildur said...

hehehe, keypti ekki klossa, en mátaði samt par...

Ragnhildur said...

JÁ! fann lagið, fór á s1.is og horfði aftur á þáttinn... og það var ekkert happy í því hehehe en eftir því sem ég komst að þá heitir hún Annie sem syngur og lagið Heartbeat.