Sunday, October 02, 2005

and a schlumpfh...

Chanello!! Vona að helgin ykkar hafi verið góð. Mín var það allavega, djammaði ekkert, var mest að lúðast... en í dag er ég búin að vaska upp, taka til, baka köku og er með kjúkling í ofninum. Ég er svo fáránlega mikil húsmóðir :D oooh ég er svo dugleg... Fór í mat í gær til bróður míns og fjölskyldu og svo spiluðum við Sequence fram eftir kvöldi og ég vann ekki eitt einasta spil! Ömurð. Lenamín kíkti líka til mín í gær, gaf mér mega kúl innflutningsgjöf, mynd af Ritu Hayworth. Verð að fara að leigja kvikmyndir með henni... fletti henni upp í dag og hún lék með Fred Astaire í einhverjum myndum og það er nottla mega kúl. Verð að sjá þær og svo auðvitað Gildu.
Annars skil ég ekkert afhverju ég djammaði ekki, var í þvílíku stuði á föstudaginn, keypti mér tvær kippur af bjór, en svo drakk ég bara tvo bjóra alla helgina. Nokkuð ljóst að ég verð að drekka þetta allt næstu helgi. Get ekki átt áfengi inn í skáp si svona... Gæti skemmst eða brotnað.
Annars eru helstu skemmtifréttir vikunnar að við Siggi (í vinnunni) kláruðum episode I í StarWars Legó á föstudaginn :D Ég er að segja ykkur það... skemmtilegasti tölvuleikur síðan SuperMarioBros III. Vorum í tölvunni eftir vinnu alveg þangað til ríkinu var að fara að loka... Ég ætla svo að fá PS2 og leikinn lánaðan einhverntímann og plata ykkur öll í heimsókn til að prófa hann... then you´ll see, I´m not mad!
Ég er komin með æði fyrir nýjum sjónvarpsþætti (nýr fyrir mér) Arrested Development. Drullufyndnir þættir, mæli með þeim. Fekk 1.season lánað og er búin að liggja yfir þessu endalaust.
Nú þarf ég að taka kjúklinginn úr ofninum og búa til salat :) Heyri í ykkur börnin góð. xxx

6 comments:

Una said...

MIG langar í köku og kjúkling og bjór!!!

Anonymous said...

ég segi fred astaire maraþon!

am I gay yet?

Anonymous said...

Það er samt verra að sitja heima hjá sér og drekka bjór á sunnudagskvöldum eins og ég gerði!! Þá myndi ég frekar vilja geyma dótið inn í skáp.

Dálítið hrædd við það hvað ég er farin að drekka mikið EIN!! ;0) Vonandi ekki vísir á vandamál (*gulp*)

Ragnhildur said...

þú ert þó ekki feimin við að tala um það á netinu :) that´s good... en miðað við þessa svola sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina þá hef ég litlar áhyggjur af þér. Þú þarft bara að finna fleiri drykkjufélaga svo þú sitjir ekki ein að sumbli, það er eina vandamálið þitt :)

Anonymous said...

hhmmm...já, það er svona þegar fólk nennir ekki að koma til manns að hjálpa manni við að setja saman ikea hillurnar!! (wonder why cause it's SOOOOO much fun!)

Hildur

Anonymous said...

arrested eru uppppppppáhaldsþættirnir mínir . algjör snilld
dís