Monday, October 10, 2005

bloggskuld

Er búin að vera með massívan sammara yfir hvað það sé langt síðan ég bloggaði. Er meiraðsegja búin að byrja á nokkrum, en aldrei náð að klára heilt blogg til að pósta...
Seinasta vika leið, eins og þið hafið víst tekið eftir... :) en já, ég fékk þessa líka skemmtilegu ælupest í seinustu viku, kom heim og ætlaði að fleygja mér upp í rúm en þá var kisa búin að veiða fugl handa mér í matinn. Litla rófan, vildi gefa mér mat afþví hún elskar mig svo mikið, og hún hafði alveg þvílíkt fyrir þessu, hún var búin að dekka borðstofuborðið með sparistellinu, kveikja á kertum og ofnbaka fuglinn með grænmeti, kartöflugratíni og sveppasósu. Ég var líka mjög þakklát en ég hafði bara ekki lyst á þessum fína fugli því ég var með ælupest. Því henti ég öllu saman út í tunnu, þreif fjaðrirnar af gólfinu og henti mér í rúmið. Sem betur fer var þetta stutt veiki.
Síðan fórum við á októberfest hjá HÍ, það var mjög gaman, samt kannski ekki alveg kreisí gaman... en samt stuð :) Við ásla fórum svo í svefnkeppni á laugardaginn og þótt ég hafi staðið mig betur fyrripart dags þá hraut hún sig fram úr mér með rosalegum blundi seinnipartinn :) Helgin var svo mest róleg, svaf, borðaði og horfði á sjónvarpið. Afrekaði þó að þrífa og svo labbaði ég til Hildar á sunnudagskvöldið í mat. Yes you read right, ég labbaði! :) það var meirað segja bara hressandi!
Svo á morgun er Sparidagur Dlísanna, þótt eiginlegi sparidagurinn sé 16. okt þá höldum við upp á hann á morgun til að allir fái að vera með. Hlakka mega til, það verður ýkt freba mega gíga! Oink Oink Oink... Oink
en já, er í heimsókn hjá ma og Ein, blogga meira seinna... xxx chiao

7 comments:

Una said...

Dugleg stelpa að labba! Ég hef ekki labbað í margar vikur! Allt á hjóli. Inn í eldhús: á hjóli. Niður með ruslið, á hjóli...you get the picture. Og já, það er gott að blunda. They look down on napping at work.

Anonymous said...

já það er bara spurningin um að leggja sig alla fram sjáðu til! Ég bara sá fram á að ég var að tapa þessari keppni, svo ég bara tók lengsta powernap sögunnar á þetta! damn it was goooood :)

dulleg að labba!

Una dulleg að hjóla... og já hvað er það að líta niður á það að fá sér blund af og til í vinnunni! Þegar ég verð stór ætla ég að fá vinnu þar sem það má!

Anonymous said...

... jebb, t.d. sem hóra, þar er örugglega í lagi að blunda með hverjum kúnna eftir 11 mínútna hamagang...

Anonymous said...

ELLEFU mínútur!

vinn ekki nema svona mesta lagi 5-7 mín. í einu!

Ragnhildur said...

já, en samkvæmt bókinni ellefu mínútur þá eru það ellefu mínútur. Kannski eru brazilíugaurar og, hvar var hún.. austurríki held ég.. lengur að en íslendingar. En já um að gera að stytta tímann sem mest... more time for napping... :)

Anonymous said...

eða bara vera forseti eins og upphaflega planið þitt var ásla. Þá þarf maður ekki að vinna neitt, var það nokkuð?

en talandi um.. þá er ég farin að heyra í Kristni Loga hrjóta inní rúmi. GN

Anonymous said...

já ég verð að segja að þvi meira sem ég veit um forsetaembættið, því meira langar mig að gegna því!

Nema kannski dótarí sem maður myndi ekki vilja að fólk færi að grafa upp um mann og henda í DV þegar maður færi í framboð!

æji þið vitið... krakk og kókaín tímabilið mitt, vafasöm störf, sakaskráin, bloggbull... og annað í þeim dúr.