Tuesday, November 01, 2005

ÁSLAUGardaginn síðasta

... átti Áslaug afmæli. Það var massa mega partý á Vatnsstígnum og við ultum á endanum niðrí bæ og héldum áfram þar. Mæli með að þið kíkið á myndasíðuna hennar Áslaugar, þótt stelpan sé hætt að blogga þá stendur myndasíðan alltaf fyrir sínu. Ég er reyndar líka komin með fotki síðu, www.fotki.com/stelpurofa, búin að setja Hollandsmyndir inn og sitthvað fleira, og læt ykkur vita þegar það fer eitthvað fleira inn á. Er nottla svo mikill rookie þegar kemur að digital vélum að ég gleymi henni alltaf heima. Me so silly. En svona bæðövei, ætla að benda ykkur á nýjustu linkana hjá mér, Sara Valný er komin með design síðu, Hildur er búin að endurlífga bloggið sitt og Siggi úr vinnunni og vinir hans eru með mjög skemmtilega síðu með bloggi, myndum, linkum, tónlist og allskonar og ef þið farið á Unusíðu, þá er hún komin með myndasíðu líka.
Siggi var að senda mér þennan link, sýnir hversu góðir Kínverjar (eða e-rjir) eru að þýða myndir :D svo er maður hissa á að þeir rugli r-i og l-i saman, það er nú það minnsta :D Allavega, massafyndið dót ;)

Fór í 58 ára ammli í kvöld til Gunnhildar, það var svo mikið úrval af kökum og brauðréttum að ég náði ekki einu sinni að smakka allt. And I gave it my best try! Ég er massa súr yfir því, það voru mjög girnilegar kökur sem sátu á hakanum. Kannski ég fari í heimsókn á morgun... hmmm nei djók :) glætan.... ég er að vinna.

Ekki rass að frétta svosem, þannig að ég heyri bara í ykkur seinna.

4 comments:

Anonymous said...

Fínar myndir :o)
...en er einhver til í að segja mér söguna á bak við þennan Einar sem var á annarri hverri mynd í Hollandi...?!?!?

Kv. Kári

Anonymous said...

hehehe, Einar á heima í vinnunni minni, var skírður í höfuðið á Einari sem var að vinna í félagsmiðstöðinni í fyrra. Raxx

Anonymous said...

ohh akkuru er ekki ÁsLaugardagur alla laugardaga.... pffhhh

en akkúru varstu ekki m myndavélina þá? ert með hana þegar ég kem grútmygluð í heimsara... en ekki þegar ég geisla af fegurð og yndisþokka á ammlisdaginn sjálfan!

Ragnhildur said...

hehe it´s my elaborate evil plan...