Monday, January 16, 2006

did you miss me???

Hæ! ég veit ég veit, ég er bloggletinginn mikli. Finnst ég ekki hafa frá neinu merkilegu að segja, er komin í svo mikinn hversdagsleika. Það er alltaf allt eins. Sem betur fer er þetta allt eins skemmtilegt svo mér er nokk sama :)
Una mín er farin, það var ótrúlega gott að hafa hana heima yfir jólin, kannski maður skelli sér bara til Hollands í páskafríinu.. ég held ég meiki ekki páskana án hennar, frekar en fyrri daginn. Negulnaglar... hahh, notaðirðu þá til að byggja húsið? Hehehe heyrðiru hvað ég sagði ég sagði... Negulnaglar... Mmmm pura. Mmmm pura. Mmmm pura. Grínlaust þá voru þetta einir Unulausir páskar... Aldrei aldrei aftur. Frekar drekki ég mér í hálftómu baðkari.

Ég kíkti í flösku á föstudaginn, strákarnir mínir (og Ásla en hún kíkti bara) komu til mín eftir vinnu og við lékum til 4 þegar við fórum á Prikið að dansa... gaman gaman. Á laugardaginn fórum við Hildur svo loksins á Harry Potter. Það er búið að taka ágætis tíma en djöfull er það góð mynd. Ég hló og grét og allt þar á milli. Besta hingað til...

Weebl and Bob eru komnir með hundraðasta þáttinn! Þvílíkur dramaþáttur, hafið tissjú við höndina þegar þið horfið á hann.

og talandi um teiknimyndir, mér finnst þetta svo ógó skemmtó teiknó.





Marblettur vikunnar er helvíti skemmtilegur, hann er á handabakinu eftir glæran plastpoka... Vel af sér vikið finnst mér.

Er þetta nóg blogg í bili? Lofa að blogga fljótt aftur. Thank you for stopping by, please come again.

1 comment:

Una said...

já... bjartsýnismanneskjan sem drekkti sér í hálftómu baðkari

það kalla ég bjartsýni á hæsta stigi, það þyrfti aaaansi stórt hálftómt baðkar til að ég gæti drekkt mér í því

mmmm pura :) hvað meinaru, þetta hljómar sem hin skemmtilegasta páskamáltíð!!

lovjú, miss jú, kent liv viþþát jú

jú jú

Úna

ps til hamingju með blettinn