Thursday, June 22, 2006

en AF HVERJU...?

Lenti í óóótrúlega skemmtilegu þrasi í dag. Að sannfæra manneskju með sjö stafa nafn að nafnið væri sjö stafa en ekki átta stafa, ekki einu sinni með því að reyna að troða auka H-i inn einhversstaðar. Ég þurfti að svara til saka fyrir íslenskt málfar og þróun tungumálsins og sama hvað ég sagði þá fékk ég en AF HVERJU??? Úff, þetta var frekar fyndið :D Annars fór dagurinn á "skrifstofunni" u.þ.b. svona. Mæta, tjilla uppí sófa, síðan plata strákana til að fara út með sófa og sófaborð og meira tjill uppí sófa... bara í sólinni. Drííííífelsi með bílinn í viðgerð og svo meira sófasólartjill. Síðan að leika sér í Fossvognum að veiða síli og busla í læknum, síðan pikknikk, svo krikket og leika með bolta, liggja í grasinu og svo inn í restina að spila UNO. Var ég einhvern tímann búin að segja ykkur að ég elska vinnuna mína?

Annars segi ég bara
sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sól að gleðja sig
sól sól skín á mig

Hehehe, ég eeeelska þessar teiknimyndir, þær eru svo hræðilega fyndnar :D



"orange" you glad I didn´t say banana ;)

3 comments:

Anonymous said...

var ég einhvern tíman búin að segja ykkur að ég HaaaaaaaaaaaaaaaaaTaaaaaaaaa F-ing vinnuna þína!

ég held það væri best fyrir alla aðila að við tölum bara næst saman svona cirka 1.september

blessbless

Una said...

bank bank

Ragnhildur said...

hver er þar? :D