Friday, June 09, 2006

Manchester England England

Jæja, við fengum að vita í morgun að við ættum miða til Manchester... góða ferð og já, gleymdi að segja ykkur, þið eigið að borga flugvallarskattana sjálfar. Ehh ok, getur ekki verið svo mikið. Neinei, bara ellefufokkinsþúsund á mann!! Ókeypis til útlanda minn rass! En svosem ekki hægt að gera neitt í því, og yay við erum að fara til Manchester... Neeeiii bíddu aðeins, það er búið að fresta fluginu um þrjá og hálfan tíma. Þannig að núna missum við alveg af föstudagskvöldinu, það var búið að plana eitthvað skemmtó fyrir okkur úti. Ég sver það, við Áslaug erum svo greinilega ekki í náðinni hjá fólkinu á efri hæðinni. Erum báðar orðnar drullukvefaðar og þetta er allt að ganga á afturfótunum. Ef við værum ekki að fara til Fionu þá væri ég hætt við, því með þessu áframhaldi endum við brennandi í sjónum einhverstaðar úti á hafsauga.

Til að bæta gráu ofan á svart þá eru helvítislesbíurnar búnar að vera með massív læti í dag, reyndar ekki smíðahljóð eins og vanalega en trumbuslátt. Mig grunar að það sé einhver lesbian ritual í gangi, sveinsfórn eða geitaslátrun eða eitthvað álíka.

Bjarti punkturinn í dag er að ég fór til Jógvans í morgun og er þessvega ógeðslega fokkins sæt, allavega á hárinu... restin af mér er soldið klessuleg... en hann er að vanda heimsins mesti hársnillingur.

Ég ætla að fara og búa til voodoo dúkkur af skjáeinum... En fylgist með fréttum af brennandi hrapandi flugvélum á leið til Manchester, ég skal reyna að vinka.
Bless... frk. pirruð&fúl&ömurleg

5 comments:

Una said...

hmm... ég er forvitin um hvernig voodoo dúkka af skjáeinum lítur út. Ætlaru að fá teikningar af byggingunni eða... Þetta er sjónvarpsstöð sem er í eðli sínu starfsemi, framleiðsla og útsending á sjónvarpsefni. Kannski geturu bara búið til auglýsingu úr vaxi og endurtekið hana aftur og aftur og aftur. Áhugavert.

Svo mæli ég með að þú farir yfir til los lesbos með ruslpóst og tékkir á hvað sé í gangi. Veit önnur þeirra á son, hann hefur kannski farið yfir eitthvert strikið...grey kallinn.

Ég skal vinka á móti :)

Góða ferð!

Una said...

ok... er doldið áhyggjufull

ertu komin á leiðarenda?

Una

Anonymous said...

hlakka svo til að heyra þína útgáfu af sögum helgarinnar :)
komaso manchesterblogg

Ragnhildur said...

já, veit, ég er bara svo ÞREEEYYYTTT ennþá. ZZZzzzzzzzzzz en ég dríf í því bráðum. á morgun...
á morgun segir sá segir sá segir sá...

Anonymous said...

LATIIIIIIIIIIII