Tuesday, June 20, 2006

Rax Pizzabuffet


Bauð mömmunni, mömmunni to be og konunni minni í mat í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Reyndar læddist einn lítill herramaður með en þar sem við erum allar yfir okkur ástfangnar af honum og hann er svo þægur og góður þá var það meira en allt í lagi. Ég skellti í tvær pítsur og perraðist nett með áleggið... ekki allir jafn hrifnir af brokkolí á pítsum og ég :D Við áttum síðan rosa kósý kvöld saman. Mér finnst svo gaman að halda matarboð á dögum eins og mánudögum og þriðjudögum því það eru yfirleitt svo leiðinlegir dagar og allir heima að nördast. Líka alltaf gaman að bjóða Hlínster í mat því ég fæ alltaf svo mikið hrós frá henni, alveg sama hvað ég elda :) alltaf gott að láta klappa egóinu sínu. Ég var einmitt að laga linkinn á bloggið hennar því gamli linkurinn virkar ekki lengur en linkurinn hér til hliðar virkar núna.

Annars er lífið frekar rólegt í Mholtinu þessa dagana, ég er búin að vera frekar grá í skapinu í stíl við veðrið. Líður eins og það sé komið haust og myrkur og kuldi framundan. Fékk í gær meira að segja hrikalega kvíðatilfinningu, en veit ekki yfir hverju. Grunar svosem það hafi bara verið koffín overdose, engu að síður mjög óþægileg tilfinning.

Ég kíkti út á laugardaginn (17. júní) með Sæunni, hún er loksins komin heim eftir að hafa verið í Kaliforníu í vetur, hún endaði dvölina þar ansi grand með road trippi frá Kaliforníu til New York. Er enn að bíða eftir fleiri road trip bloggum en hún hætti að blogga einhversstaðar í Oklahoma... Við skemmtum okkur alveg stórvel í bænum við að elta uppi sæta stráka :) hehehe en meira um það seinna.

Er að vinna og er farin út í körfubolta... Þetta er erfitt starf, en einhver verður að gera það.
Blessíbili, Raxterína sumarpína

Piss: Siggi er með tigermunstraðan poka á hausnum, F A B U L O U S

4 comments:

Anonymous said...

já brokkolí á pizzum er perralegt quote:"what the hell is broccoli anyways???"

hann siggi er bara svo fabulous, glöð að hann er það líka í vinnunni

Ragnhildur said...

hahaha You´ve reached Arnolds pizza, if you want something crazy like pineapple I will rip your arm off and beat you with it... (varidda ekki einhvernveginn þannig :)

Una said...

held þetta sé sama pizza búffettið og ég tók mynd af í Vaasa í Finnlandi, manstu?
Risa keðja. Meira flott að hafa veitingastaði nefnda eftir sér heldur en salernishreinsivörurnar sem eru nefndar eftir mér... eða öfugt.

Ragnhildur said...

já, hef 2-3x fengið myndir af þessum stað frá fólki sem hefur farið til Finnlands svo ég vissi af þessum stað. Veit samt ekki um neinn sem hefur borðað þar. Ef ég fer til Finnlands einhverntímann þá ætla ég pottþétt á Golden Rax :)Tótallí ógisla kúl pleis :)