Tuesday, July 04, 2006

ú, sætur gaur hjá Leno

Í starfi mínu hef ég þróað með mér afspyrnu gott pókerface. Það er nauðsynlegt þegar strákarnir mínir segja og gera einhverja vitleysu en í dag... í dag gat ég ekki haldið andliti. Ég hló og hló og hló. Annar specialistanna minna var svo gjörsamlega talking out of his ass... Var að tala um einhvern leikara sem hann fletti upp á netinu. Leikarinn dó af natural causes (lesist kauses, ekki koses). Jahá, en hvað er það? Ömm ég held það sé einhver sjúkdómur. Ok, er þetta algengur sjúkdómur? Já, ég hef séð oft á netinu að fólk hafi dáið úr honum. Veistu hvað hann heitir á íslensku? Já... eh sko þetta er svona eins og fílaveikin. Ha??? Já, ég veit alveg hvað fílaveiki er, það er svona þegar annar fóturinn er lengri en hinn.... og þetta hélt áfram og áfram endalaust. Sigga tókst að draga hann í marga hringi með þetta, þetta var svo hræðilega fyndið og súrealískt. Það sem fólki dettur í hug að segja.

Ég er búin að vera á milljón að þrífa heima hjá mér. Það var allt orðið svo skítugt, byrjaði fyrst að gera þetta venjulega, taka til og þurrka af og þrífa klósett. Svo þreif ég af öllum hurðum og skápum og listum og endalaust áfram. Eftir því sem maður þrífur meira finnur maður meira að þrífa. It´s insane... ætla sko aldrei aftur að þrífa. Borgar sig ekki, búin að vera að í tvö kvöld. Skúraði meira að segja, and I don´t do that. En mikið verður gaman að skíta aftur út. Ætti eiginlega að halda partý. Ni, hafa fínt jájá rosa gaman. Það má aldrei neinn koma í heimsókn framar því þið skítið bara út... En ég henti kettinum út, eftir að ég skúraði eldhúsið kom hún skokkandi inn úr rigningunni með blauta mold á fótunum yfir gólfið. Hún fékk að dúsa fram á gangi meðan hún þornaði.

Um fótboltann... I don´t care... Djók djók, alveg fínt að fylgjast með, verst að öll fjögur löndin sem ég hélt með eru dottin út. Holland, England, Brazilía og Þýskaland. Núna er mér fokk sama hver vinnur. En já vá, leikmaður númer átta (uppáhaldstalan mín) í brazilíska landsliðinu heitir Kaka!!! Tilviljun? Ég held ekki. Hann er nýji uppáhalds íþróttamaðurinn minn. Seinasti var held ég Magic Johnson... I forget.

Plata dagsins hjá mér er Paradísarfuglinn með Megasi. Hendi henni mjög oft á þegar ég stend í stórhreingerningum. Mæli með því. Gott stöff. Lóa Lóa Lóa en þú færð bara ekkert huggulegra hross. Það hljómar kannski billega, en komdu og gefðu pabba koss.

En segið mér eitthvað fallegt því það er grátt og ljótt úti þessa dagana.
lovelovelovelovelove Ragnhildur

Piss: það er sætur gaur í viðtali hjá Leno

10 comments:

Una said...

Já þetta er banvænn andskotti þessi natúral kauses. Hef heyrt þetta sama, stórhættulegt og bráðsmitandi!

Hey, það má enginn skíta út áður en ég kem heim og tek út þrifin hjá þér! ;)

Ég var að enda við að koma heim af leiknum, þar sem hundruðir ítalskra nema í Delft komu saman til að horfa á leikinn, og um 5 Þjóðverjar. Ég vildi gefa Hendri og Laurenz móralskan stuðning, en váááá, þvílík og önnur eins bilun þegar þeir skoruðu. Maður átti lífi sínu fjör að launa að verða ekki undir einhverjum andlitsmáluðum fánabera á leiðinni upp á borð að dansa! Jedúddamía. Og greyi strákarnir mínir töpuðu. djö!

Hildur R. said...

já hann Jeremy er alltaf sætur! :)

Lena Dögg said...

hahaha.. það er líka sætur gaur hjá Lenu ..sem þú verður að fara að koma og kíkja á ;)

Anonymous said...

"natúral kauses"

=

http://ryoko.biosci.ohio-state.edu/~parasite/pictures/elephantiasis_2.GIF




Seli

=

http://img214.imageshack.us/img214/5599/imthemoon1vh.gif

Ragnhildur said...

greinilegt að þessi maður er ekki með jafnlanga fætur. Hrikalegt

Hildur R. said...

takk fyrir matinn í gær!

Anonymous said...

haha, ég er líka búin að taka eftir þessum snilldarmanni, KaKa. Mmm... man reyndar ekki hvernig hann lítur út.
En takk fyrir matinn - hann var GóÐuR. Tók reyndar ekki eftir því að það væri hreinna en vanalega - veit ekki hvort það er gott eða vont ;o) - öruggla gott.

Anonymous said...

já fylgdist þú síðast með íþróttum þegar magic johnson var heiturteitur? say back in 96? :)

Áslaug Einarsdóttir said...

p.s varidda ekkur dónamynd sem siggi dónakall varað benda á? opnast ekki fyrra url-ið

Ragnhildur said...

jú, pínu dónó. En fokk fyndin. Þetta var bara fyrsti íþróttamaðurinn sem mér datt í hug :)

Verði ykkur að góðu. Gaman að elda :)