Þá er það offissíalt. Ég er árinu eldri og vonandi vitrari sem samsvarar því. Eitthvað hef ég lært á árinu, ég er alveg viss um það... hvað það var veit ég hinsvegar ekki. En það eru nákvæmlega TÖTTÖGUOGFEMM ár síðan mamma reyndi að skila mér aftur til hjúkkunar með orðunum já en þetta var strákur, ég er alveg vissumða :)
Dagurinn í dag er búinn að vera frábó. Fór í háddara á Vegó, svo í klippingu og hausanudd til Jógvans og svo kom hele familien (f. utan einn svartan sauð) í kaffi. Ég fékk auðvitað þetta týpíska húsmóðurskast og hélt ég væri ekki með nógan mat handa öllum, búin að vera með í maganum yfir því að allir færu svangir heim... YEAH! Það var nóg... and then some. En sem betur fer get ég nýtt það í partýinu. Það var rosa kósí í kvöld, en ég auðvitað gleymdi að taka myndir. Silly me.
Takk fyrir mig allir sem hringdu, smsuðu, emailuðu, kommentuðu, myspeisuðu og komu í dag... ykkur hin sé ég í partýinu ;)
Friday, August 18, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment