Thursday, September 28, 2006

Nacho Libre

Nacho Libre er svooooo fyndin mynd! Vá. Fórum á hana í vinnunni, starfsfólkið hló reyndar meira og hærra en unglingarnir eeeeeeeeen það er bara betra. Svo löbbuðum við úr Mjóddinni út í Snæló hverfið, þetta var alveg eins og í ðe gúdd óld deis.
Ég er núna að passa fyrir bróður minn, litla monsan F.A. er lasin. Hann er bara enn sofandi, þess vegna er ég að hangsa í tölvunni og vera hissa á því að það sé líf á götunum kl. 8 á morgnanna. Ég keyrði í 201 úr 105 og horfði á endalausu bílaröðina á leið inn í Reykjavík. Ég skil ekkert í fólki, þegar ég bjó í Kóp þá einfaldlega skrópaði ég í fyrsta tíma eða mætti allavega það seint að ég slapp við morguntraffíkina. Þetta er svo sáraeinföld lausn og allir græða (allir=ég).

Annars eru stærstu fréttirnar að ég er búin að kaupa mér flugmiða til Unu í Hollandi í desember. Ég fer 19. des og kem heim 2. jan. Missi alveg af jólunum þetta árið. En það er bara gaman. Held bara smá litlu jól áður en ég fer og svo stór jól í Delft. Við verðum þar á aðfangadag og í Amsterdam á gamlárskvöld, en á milli ætlum við örugglega að ferðast eitthvað. Jibbí kóla (virkilega, það er til fólk sem hefur aldrei heyrt JIBBÍ KÓLA).

úff, ég er svo tussuleg þessa dagana, með næstum því kvef, næstum því hálsbólgu og næstum því gubbupest. Er með vott af öllu og ég lít h r æ ð i l e g a út. Ojbara. Sýnir bara hversu ákveðinn líkaminn minn er að fara ekki í ræktina, ég var rétt búin að festa deit í ræktina þegar allar veikirnar dundu yfir mig. Og það er ekkert hægt að fara veikur í ræktina. Nei, þá á maður bara að drekka kók og liggja í sófanum með teppi og bunka af DVD. Haha ég held ég sé heimsins mesti aumingi.

Helgarplön: Vinna á föstudagskvöld, passa allan laugardaginn og svo í partý um kvöldið til Helgu sætu sem er orðin 25 ára!!! Sunnudagur er frátekinn í þynnku og leti.

Nú heyrist mér einhver vera að rumska svo ég ætla að kíkja á litla lasaling.
Hug hug kiss kiss hug hug big kiss little hug kiss kiss little kiss.

3 comments:

Una said...

knúsaðu litlu rófuna frá mér

Anonymous said...

Það er langbest að forða sér um jólin - það er mín skoðun. Við ætlum að vera einhversstaðar útá landi um jólin - Neskaupstaður er líklegur ;o) Ein með litla prins - verður þvílíkt kózý!
En Una heppin að fá þig.

Anonymous said...

hva hva ALLIR í burtu um jólin??? uhhuuu grey ég :(
eða hmm? kannski ég bara fari lííka! hah!

en já fólk sem hefur ekki heyrt jibbýkóla áður er líka bara siiillí! mega sillí og mega kjánó og bara mega... lúðar!

xxoxXxOOxxxXx