Monday, November 20, 2006

... og fulla skál af beikoni

Við Áslaug grenjuðum úr hlátri í vinnunni í kvöld þegar við vorum að spyrja einn unglinginn okkar, sem ætti að vera heiðursdlís, um uppáhaldsmatinn sinn. Það voru nokkrar kökutegundir, rjómi, flatbrauð og fleira og svo það besta full skál af beikoni. Viltu stökkt eða mjúkt beikon? Bara blöndu af bæði. Hann er alveg nýja uppáhaldið okkar.
Annars er búið að vera góð vinnutörn í vinnunni og ég er frekar þreytt núna. Samt búið að vera gaman.
Veit ekki hvað er í gangi, mér finnst ég bara ekki fá neinar blogghugmyndir. Ætla að leggja höfuðið í bleyti og reyna að blogga skemmtó bráðum.

kisses

Friday, November 10, 2006

Monsi




Herra Monsi er svo fallegur!!!

Fleiri myndir hjá Steinari og Gunnari.

Thursday, November 09, 2006

baby boy baby boy baby boy

Sara Hlín og Kristinn Logi eru síðan frá um kl 14 í dag nýbakaðir og stoltir foreldrar. KiddaSöruson fæddist í dag, 9. nóvember. JEEEEYYYYYYYYYYYYYY!
Hlakka svo mikið til að hitta hann!!! Til hamingju allir með nýja strákinn xxx

Wednesday, November 08, 2006

and please tell Joey Christmas will be SNOWYYY

7. 11 kom og fór og ekkert gerðist, greinilegt að þessi krakki er ekki kúl... nema hann sé of kúl. Gæti verið. Mamman to be var að segja mér að hún verður sett af stað á morgun verði ekkert farið að gerast þannig að nú fer þetta að styttast, sama hvort Söruson the second sé tilbúinn eður ei.
Var frekar mygluð í morgun, dimmt og snjókoma og bíllinn ískaldur þegar ég fór í ræktina. Keyrði með stírurnar í augunum og geispaði stanslaust, bílstjórinn í næsta bíl hefur líklega tekið eftir hversu sybbin ég var og ákveðið að hressa mig við með því að reyna að keyra inn í hliðina á mér. Mér brá svo hrikalega að hjartslátturinn rauk upp og ég var glaðvöknuð og svo gott sem búin að hita upp þegar ég mætti :) Ellen var víst með þetta á hreinu þegar hún sagði “People always ask me, 'Were you funny as a child?' Well, no, I was an accountant.” neeeiii djók ekki þetta quote heldur (man ekki nklega textann) en hún var að tala um í staðinn fyrir að fara í ræktina stæði hún á götunni og léti vin sin keyra á milljón beint að henni og snarhemla svo rétt áður en bílinn lenti á henni, það kæmi hjartslættinum upp og tæki enga stund :)
Ég er búin að skemmta mér svo vel undanfarna daga að elda fyrir annað fólk. Á sunnudaginn hjá Hildi, á mánudaginn hringdi ég svo í Gu systur og sagði henni hvað hún ætti aðversla svo ég gæti komið í mat og eldað... gerði mexíkósku súpuna og svo fór ég til Áslu í gær sem var lasin og bjóttaði til speltpítsu. Þannig að ef einhver vill bjóða mér í mat og láta mig elda, þá látið mig vita :)
jibbí kóla, það snjóar svo fallega núna. Hausinn á mér er byrjaður að syngja jólajólajólajólajólajól hey!
Nelly and Ellen- Hot in Here

hahaha mér finnst Ellen frábær

Monday, November 06, 2006

rólegt

Siggi sæti kom í pössun um daginn til mín, hann stóð að sjálfsögðu undir nafni sem sá Sætasti því hann var klæddur í bámsagalla...
En biðin heldur áfram eftir næsta dlísaprinsi, Hlínster er komin 10 daga framyfir og hann bærir ekki á sér. Mitt dagsetningargisk er núna 7. nóv eða...
Annars er lífið ósköp venjulegt hjá mér þessa dagana. Ég held ég hafi sofið meira en ég vakti um helgina, í svona veðri þá barasta slokknar á mér. Ég var gjörsamlega óstarfhæf. En það var líka rosa kósý. Á föstudaginn kíkti ég út í 2 bjóra með Heiðrúnu og Láru, en annars var ég bara að dunda mér heima við. Það er svo lovely að eiga svona "naked alone time" jafnvel þótt ég hafi verið í náttfötum :)
Hildur mín kom svo heim frá NYC í gær, hún hringdi í mig þegar ég var að leita mér að kvöldmat í Hagkaup svo ég ákvað að finna mat handa okkur báðum og elda hjá henni. Var alveg að spá í að kaupa efni í speltpítsu með grænmeti en þá rakst ég á 2 nautapiparsteikur á útsöluverði, samtals á 800 kall... svo ég endaði á að elda piparsteik, sveppasósu, rósmarínkartöflur og salat... Ekki alveg það sama og speltpítsa en hey... þetta var sunnudagsteik :)

jámmjámmjámm.

Þessi helvítis gluggi sem poppar alltaf upp... held að orsökin sé tagboardið til hliðar, kann ekki að eyða því út, verð að senda Hildi í málið. Vona að þetta hætti þá, gjörsamlega óþolandi.

en þarf að gera mig til fyrir vinnuna, laters bebettes.