7. 11 kom og fór og ekkert gerðist, greinilegt að þessi krakki er ekki kúl... nema hann sé of kúl. Gæti verið. Mamman to be var að segja mér að hún verður sett af stað á morgun verði ekkert farið að gerast þannig að nú fer þetta að styttast, sama hvort Söruson the second sé tilbúinn eður ei.
Var frekar mygluð í morgun, dimmt og snjókoma og bíllinn ískaldur þegar ég fór í ræktina. Keyrði með stírurnar í augunum og geispaði stanslaust, bílstjórinn í næsta bíl hefur líklega tekið eftir hversu sybbin ég var og ákveðið að hressa mig við með því að reyna að keyra inn í hliðina á mér. Mér brá svo hrikalega að hjartslátturinn rauk upp og ég var glaðvöknuð og svo gott sem búin að hita upp þegar ég mætti :) Ellen var víst með þetta á hreinu þegar hún sagði “People always ask me, 'Were you funny as a child?' Well, no, I was an accountant.” neeeiii djók ekki þetta quote heldur (man ekki nklega textann) en hún var að tala um í staðinn fyrir að fara í ræktina stæði hún á götunni og léti vin sin keyra á milljón beint að henni og snarhemla svo rétt áður en bílinn lenti á henni, það kæmi hjartslættinum upp og tæki enga stund :)
Ég er búin að skemmta mér svo vel undanfarna daga að elda fyrir annað fólk. Á sunnudaginn hjá Hildi, á mánudaginn hringdi ég svo í Gu systur og sagði henni hvað hún ætti aðversla svo ég gæti komið í mat og eldað... gerði mexíkósku súpuna og svo fór ég til Áslu í gær sem var lasin og bjóttaði til speltpítsu. Þannig að ef einhver vill bjóða mér í mat og láta mig elda, þá látið mig vita :)
jibbí kóla, það snjóar svo fallega núna. Hausinn á mér er byrjaður að syngja jólajólajólajólajólajól hey!
Wednesday, November 08, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
10.11 er dagurinn ;o)
En annars er algjört svindl að enginn komi heim til óléttu konunnar að elda eða a.m.k. bjóði henni í mat - sér í lagi þar sem the father to be er í próflestri og sést lítið heimavið! En jæja.. þú eldaðir rabbabaragraut f. mig um daginn svo ég get ekki verið það sár..
Læt heyra frá mér á fös þegar litli verður mættur ;)
Post a Comment