Wednesday, July 11, 2007
weirdo neighbours
Ég bý alveg örugglega í skrýtnustu götu landsins. Þessi litla krúttulega hálf-falda gata virðist vera full af rugludöllum. Ég hélt alltaf það væri bara í þessu húsi, en undanfarið er það orðið augljóst að þetta er götulægt. Þið hafið heyrt um smíðaóðu lessurnar, sem eru reyndar fluttar út. Drykkfelldu kynóðu geðveiku konuna hérna á ská fyrir ofan, hef reyndar ekki heyrt í henni í næstum ár... svo er konan hérna fyrir ofan mig alltaf nett spes. Teknótæfurnar sem eru ská á móti eru búnar að vera að gera út af við mig og svo er ég farin að sjá Tribal tattooveraðan steragaur með rottweiler hund í bandi á ferli. En núna áðan, kl 22.50 heyri ég bankað á eldhúsgluggann minn og ég hleyp til dyra. Þar stendur lítil gömul kona í blómapilsi og skyrtu, með svart mar yfir næstum hálft andlitið og virðist vera í nokkru uppnámi og segir:- æji ert þetta þú, ég ætlaði að tala við mömmu þína er hún ekki heima? Ég segi henni að mamma mín búi ekki hérna og ég sé að leigja. Hún segir að hún hafi ætlað að fá lánaða svefntöflu hjá mömmu minni og spyr svo hvort ég eigi ekki svefnlyf eða verkjalyf handa sér. Ég sagðist ekki eiga neitt (þorði ekki að láta hana fá lyf) og þá fer hún að spyrja afhverju ég sé þarna´og ég segist hafa búið hér í tvö ár en hún segist ekkert kannast við mig en sagðist búa beint á móti, sem passar alveg, þar býr lítil gömul kona... Síðan virðist hún einhvernveginn gefast upp og segir bless og labbar út aftur. Við Annikur fylgdumst með henni labba út stíginn og yfir götuna. Svo stóð hún bara þar heillengi, en labbaði svo inn. Hún var eitthvað svo lítil og leið og ringluð, grey konan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
en furðulegt! Hljómar eins og eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir hana, hvernig getur hún verið marin á hálfu andlitinu annars??
þetta var samt svolítið skrýtinn marblettur, alveg svartur þannig ég er pínu búin að vera að spá hvort hún hafi verið með sót eða einhver óhreinindi í staðinn. Annars er gamalt fólk alltaf að detta hingað og þangað.
hey þu ert komin úr fríi (þó að tæknilega séð sértu núna í Köben)
Post a Comment