Ég ætti greinilega að gleyma símanum oftar heima. Skildi hann óvart eftir í morgun, var svo að koma heim og kíkti á hann. fjögur missed calls, fimm skilaboð og eitt talhólfsskilaboð. Ég er ekkert smá popular :) En talskilaboðin voru frá Fréttablaðinu, því ég sótti um sumarstarf og þeim þóknaðist ekki að svara mér fyrr en núna, og jújú þeir höfðu mikinn áhuga! Ég varð því miður að hryggbrjóta hann Hjörleif með því að ég hefði gefist upp á biðinni og ráðið mig annars staðar. Eeeeen hihihi ég ákvað að láta vaða og sagði honum að Soffíu vantaði vinnu og nýtti alla mína söluhæfileika til að selja hana :) Þannig að hún er allavega komin með möguleika á vinnu :D hihihi, ég er svo stolt af þessu framtaki mínu :D En við Hjörleifur spjölluðum alveg saman og skildum sátt, hann var auðvitað dapur og mun sakna mín, en ég sagði honum að við myndum kannski bara hittast með haustinu og þá tók hann gleði sína á ný. Get ómögulega verið að binda mig svona niður yfir sumarið...
Keypti mér Trabant diskinn á föstudaginn, fyrst enginn gat gefið mér Nasty boy lagið og þvílík kjarakaup! Þetta er g e ð v e i k u r diskur!!! æ lovs it! úff.
Æji, mér leiðist. Langar út að leika, eða bara leika inni. Anyone?? pffhh iss, I don´t need you, leggst bara uppí sófa að horfa á SATC :D Þarf að drífa mig að klára seríuna, Valnýin er orðin óþolinmóð.
Monday, May 30, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
kjáána fréttablað! helduru að þau vilji mig í vinnu? Vantar ekki ÖLLUM mig í vinnu? Hvað er betra en kjáni sem nennir ekki að vinna, getur bara unnið í 1 og hálfan mánuð og er veikur að minnsta kosti einusinni í mánuði???
kjáni sem sefur sífellt yfir sig, er msn fíkill og tekur sér löng hádegis og matarhlé og er endalaust í blóðprufum útaf weird ass sjúkdómnum sínum :) Raxx
vid erum hinir fullkomnu starfsmenn! thad verdur bara ad segjast eins og er!
Post a Comment