Friday, May 20, 2005

day two. rang bell, cat answered door

Tveir dagar búnir í vinnuskólanum. Ég, Arass og Signý máluðum skrifstofuna okkar Söru, hún var svona líka fallega ferskjulit alveg þannig að ég íhugaði sjálfsmorð frekar en að vinna þarna í sumar, þótt ég sé svona peachy persónuleiki... hósthóst. En núna er hún úrvalshvít með blárri hurð með stjörnum!! mega freba gíga flott :D
Er að gera mig til fyrir náttfataballið. náttföt check... Á örugglega eftir að blogga í nótt einhverja vitleysu... var allavega í ruglinu í fyrra... býst ekki við að þetta verði neitt öðruvísi. Svo ætla ég bara að soooofaaa á morgun, og fá mér svo bjór í "morgunmat" og fara í partý :D sjibbííí, verð fulltrúi Þýskalands í partýinu.. hef bara hugsað mér að mæta með þýskan bjór og apfel snaps, en ef einhverjir þarna úti luma á betri hugmyndum fyrir mig þá endilega let me know.
mússmúss... hressa stelpan

2 comments:

Anonymous said...

Ég hélt að ferskjulitur væri aðal tískan í sumar!

Áslaug Einarsdóttir said...

jájájá ég er með fullt af hugmyndum! (eftirá damnit)

: mættu í lederhosen, mættu með sauerkraut og käsespetzle, gláptu í augun á fólki þegar þú skálar við það (af ótta við sex ára ógæfu í rúmfræði).... æjá gæti komið með meira en þetta er komið gott.