Monday, May 23, 2005

Mein name ist Derrick

Váááá hvað það var gaman á laugardaginn!!! Fór í mega partý til Örvars bróður Hildar, þar sem allir voru fulltrúar einhvers lands í keppninni, verð að segja að Hildur og Örvar hafi rústað þessu sem Noregur og Svíþjóð.. Fæ vonandi einhverjar myndir til að setja inn. Ég var aumingjans Þýskaland sem lenti í neðsta sæti með fjögur stig. Reyndi að grenja út vorkunnarstaup úr 12 stiga flöskunni en var harðneitað um það. En ég náði mér á strik með því að rústa singstar keppninni :D Svo fórum við á Nasa og þvílíkt fjör! Var auðvitað frávita af drykkju og eyddi kvöldinu dansandi upp á sviði. Náði að taka í höndina á Siggu Beinteins meira að segja!!!! Eins og mín er von og vísa náði ég líka að hrynja hressilega, er með marbletti hér og þar en það er nú líka bara stemning. Held ég hafi talið 16 marbletti í gær, en þeir eru ekkert allir eftir laugardaginn. Svo rákumst við Atli á hana Helgu Möller á Lækjargötunni, spjölluðum aðeins við hana :D hún er æææði! Þetta var alveg júróvisjónlegasta júróvisjónkvöld sem ég hef upplifað. Þvílíkur dýrðardagur. Svo endaði ég á Suðurgötunni með Hildi og var bara þunn og ógeðsleg í gær. Er búin að vera að kálast úr hálsríg, hélt það væri bara slæma rúmið þar en er farin að spá hvort það spili ekki inn í að ég var að slamma við Ruslönulagið og datt líka eiginlega á hausinn þarna í eitt skiptið... Nema ég sé komin með vöðvaslensfár, hver veit?
Annars erum við búin að selja alla miðana á QOTSA svo það þýðir ekki lengur fyrir ykkur að spá í því. Nú ætla ég að bera vöðvagel á mig auma og knúsa mig upp í rúm og horfa á eitthvað skemmtilegt.

Vefsíða dagsins er geeeeðveiiik! bara ýta á gulu stjörnuna.
Til hamingju dagsins fær Hildur fyrir að vera svona mikið hot stuff og seljast eins og heitar á atvinnumarkaðnum.

lovs til allra, þreytta stelpan.

5 comments:

Anonymous said...

Vildi að ég hefði komist inná Nasa!!! Þegar ég kom var kílómetra röð og græddi ekki mikið á því að daðra við dyravörðinn :( endaði svo á nokkrum frekar súrum skemmtistöðum...

Ragnhildur said...

hahaha :D öss trúi ekki að það hafi ekki virkað... hann hlýtur að hafa verið gay.

Anonymous said...

"yes yes....thank you, thank you! I would like to start out with thanking my mother....."

Frk. Wig Wam

Anonymous said...

Hahahah, fyndnar myndir af Hildi. Ég var ekki alveg að þekkja hana á þessari efstu. En Helga Möller er flugfreyja ;o) sem allir elska!

Áslaug Einarsdóttir said...

bíddu... er ekkvað óvanalegt að þú sért með 16 marbletti?

vöðvaslensfár... jammjamm emmitt