Thursday, October 20, 2005

Each journey begins with a single step

Einar og Una urðu strax vinir
Ég og Einar
"The two Unas united"

Ég dröslaði mér fram úr rúminu í morgun kl 4.30 eftir quality tveggja tíma svefn.... og dreif mig til útlanda :) Var komin til Unu um kl. 2 og síðan þá erum við búnar að vera að gera það sem við gerum best... ekkert. Bara spjalla, lúlla, elda og hafa það kósí. Mér líst rosa vel á þennan stað, nettur háskólabær og held það verði mjög gaman að djamma.... sem er einmitt það sem við ætlum að gera á morgun. Fáum fólk í mat og djamm. Einar ferðafélagi datt aðeins í það en við erum búnar að vera miklu rólegri í því í kvöld.
Núna ætlum við bara að fara að sofa, fengum lánaða dýnu svo við þurfum ekki að deila 90 cm breiða rúminu hennar Unu sem okkur tókst þó að sofna saman í í dag :) Eins og litlir englar....
Blogga örugglega aftur héðan frá Delft, ætla að fara að sofa núna, þannig að... waar is het bibliotheek.

9 comments:

Hildur R. said...

Eins gott að þú bloggaðir, var farin að undrast! =0)

Anonymous said...

jeij :D halló þið fallegu systur... bjór í kvöld? fæ ég drunken útlanda-sms?
en hva, finnuru ekki bókasafnið?

Lena Dögg said...

Góða skemmtun elskan ;) og bið að heilsa Unu

Anonymous said...

ég hef aldrei bloggað, samt sem áður undrast aldrei neinn um mig

Una said...

atli, lífið hefst með bloggi, annars er eins og þú sért bara ekki til... ;)

Hæ Lena! :)

Takk fyrir komuna músin mín, nú tekur við geðveikiskast í hollenskunámi... ik ben Una von Ijsland... eða eitthvað þannig, ækaramba!

Ragnhildur said...

Atli minn, þú ert bara þessi týpa, maður er löngu hættur að undrast... ;)

Svo er ég bara komin heim, keypti ekki ´nógu mikið en samt allt of mikið :) Blogga rétt strax, bara taka upp úr töskunum fyrst

Lena Dögg said...

Hei ..gella.. veistu hvað ..ég var að skoða íbúð við hliðiná þér í gær ..nr 13 hehehe;) en ekki fara að örvænta hahaha.. ég held ég kaupi hana ekki ;)

Ragnhildur said...

djö! það hefði verið geeeðveikt! en allavega, reyndu að finna pleis close by... ég vil helst geta labbað til allra vina minna. :D hittumst svo bráðum, langt síðan ég hef séð þig og þína bumbu ;)

Anonymous said...

Hvenær kemur ferðasagan, ég bíð spennt!