Saturday, April 01, 2006

það er allt að verða VITLAUST...

Úff úff... Meduna meðleigjandi flutti út í gær, fékk vinnu í Köben og pakkaði sér saman á einum degi og fór. Það verður erfitt að finna jafn fínan roomie og hana... en ég verð víst að byrja að leita. Það er ein stelpa sem getur kannski leigt hjá mér, þarf að tala við hana, annars verð ég að fara að auglýsa. Held ég ætli að halda mig við útlendinga, eða æji ég sé bara til hvort ég fái eitthvað að vera picky. En ég á eftir að sakna hennar, við vorum orðnar mjög góðar vinkonur en ég býst við að sjá hana í sumar, þar sem hún er búin að bjóða mér á Ólavsvöku í Færeyjum. Þetta er árið... hef ætlað að fara svo lengi og það gefst ekki betra tækifæri held ég.
Svo var mamma að hringja í mig, það var brotist inn til Guðrúnar og Snorra í Kaliforníu í gær á meðan þau voru í vinnunni og gramsað í öllu dótinu þeirra. Tölvur, kreditkort, skartgripir, bankayfirlit, lyklar, sparibaukar og fleira tekið. Þau eru öll í frekar miklu sjokki, nema Baldur sem er svo lítill að honum fannst bara geðveikt stuð að hafa lögguna heima og elti hana á röndum. Þetta voru einhverjir algjörir atvinnukrimmar, engin fingaför, engin skóför og engin vitni... Alveg eins og klippt út úr Law and Order þætti.

svo á Kári bróðir afmæli í dag, hann er orðinn ÞRJÁTÍU ÁRA! Til hamingju með afmælið Kári!!!

Látum oss sjá... hvað annað? Hmm já fór á árshátíð Kópavogsbæjar um seinustu helgi, það var ossa gaman, fór í fyrirpartý, svo á árshátíð, svo reyndar beiluðum við snemma þaðan, komum hingað og vorum með millipartý og fórum svo í bæinn :D Ég var drullusæt með nýtt hár frá Jógvani snillingi. Þið getið kíkt á myndir hjá Áslu.

Svo kíkti ég í afmæli til Danabjánans í gær, það var rosa gaman, ég var samt bara stutt, ætla að hrynja almennilega í það í kvöld svo ég varð að spara mig :)

Shjett hvað þetta er eitthvað lame ass blogg... ég ætla bara að hætta núna... blogga skemmtilega eftir helgi, kem með slúðrið ef eitthvað verður ;) bless í bili...

1 comment:

Hildur R. said...

haha....vá hvað það hefur verið gaman! Get ekki beðið eftir minni árshátíð. Gaman að sjá að Ásta og Sigurjón eru ekki búin að gleyma neinu ;0)