Monday, April 03, 2006

Totally addicted to bass

Á einhver bassa og tímir að lána mér hann? Við erum að spá í að henda í eina hljómsveit í vinnunni og vera með atriði á lokakvöldinu í vor, en mig vantar bassa... Ég pantaði að fá að vera the cool bass chick... svo segja líka allir að bassinn sé auðveldur ;) Bassi er eitt af þessum orðum sem verða undarleg þegar maður hefur sagt og lesið nokkrum sinnum. Bassi... Bassi... Bassi... the word´s lost all meaning.
OK takk fyrir þetta, látið mig vita ef þið finnið bassa handa mér, líka ef einhver er að selja ódýrt. Mjög ódýrt...

8 comments:

Anonymous said...

þú getur fengið bassa í portinu bak við Laugaveg 65 (mættu klukkan 22 á morgun)

Unknown said...

Ég var beðinn um að tilkynna þér að þú ert ekki velkomin í Bæjartún 17 aftur. Ákveðinn bassaleikari las greinina og þegar hann las "svo segja líka allir að bassinn sé auðveldur " þá brast hann í grát og pantaði sér far til Hollands til að sækja huggun á uppáhaldskaffihúsinu sínu. Skammastín!!!

Ragnhildur said...

ég var ekkert að tala um KONTRABASSA, bara einn lítinn rafmagnsgítar svo ég geti slegið einn eða tvo hljóma... svona eins og í school of rock myndinni.. hello. biddu Valda Kolla samt afsökunar frá mér með að lítilsvirða hljóðfærið hans. meinti það ekki.

og hver er sexual dragon slayer??? Ég gabbast ekkert svona auðveldlega, ég fer ekki ein í eitthvað húsasund um kvöld.. na ahh

Anonymous said...

njjje, ekki bassa, en ég skal selja þér gömlu blokkflautuna mína fyrir slikk ;)

Ragnhildur said...

sama og þegið, en ég á sjálf blokkflautu :D

Una said...

hvaaa... skelltu þér niðrá laugaveg 65, trúi ekki neinu slæmu upp á sexual dragon slayer, hann hljómar sem vænsta skinn.

Anonymous said...

"ekkert að tala um KONTRABASSA, bara einn lítinn rafmagnsgítar"

make up your mind woman....
hvort langar þig að vera kúl bassagella eða spila á rafmagnsGííítar???

(p.s.shitsorryérekkibúnaðlesabloggiðittí mánuð...)

Ragnhildur said...

haha úbbsí meinti BASSA of kors