Sunday, June 04, 2006

wet wet wet

Gærdagurinn var einn sá blautasti dagur sem ég hef um ævina upplifað. Lokaskemmtun starfsfólksins var í gær, eða "loka"... eigum nú ekkert eftir að hætta að hittast, en vetrarstarfið er allavega búið. Eníhú, byrjuðum á því að fara á seglbát út á sjó og hann á það til að vera ansi blautur. Sérstaklega þegar maður þorir ekki að hoppa út í sjóinn úr bátnum fyrir utan höfnina og mínir kæru samstarfsmenn taka það að sér óbeðnir að hrinda mér út í... Blautt & Kalt en mjög hressandi. Eftir sjóvolkið skelltum við okkur í Bláa lónið og það er líka ansi blautt. Tjilluðum þar í góða stund og fórum svo heim að skipta um föt áður en við fórum til Sigga í minipartý. Þar hófst síðan innri vökvun með bjór og hinu klassíska Fishermans staupi, mjög viðeigandi með tilvísun í bátsferðina... Fórum á Prikið en þegar því var lokað ákvað starfsfólkið þar að koma öllum út með því að sprauta vatni yfir liðið. Þar með fór hárgreiðslan... Hljóp undan bununni út og beint í rigningu sem ég fékk að njóta alla leið heim. Fannst þessvegna frekar fyndið, eftir allan þennan vökva að ég var að drepast úr þorsta þegar ég vaknaði í morgun.

Hvítasunnudagur er síðan búinn að fara í frekar mikið tjill. Var boðin í grill til Þó & Jó, mjög gott namminamminamm grillkjöt. Var að koma þaðan og ætla að reyna að halda mér vakandi til að ná reruni af L word.

Allrighty. Bless í bili ma babies.

3 comments:

Una said...

sleeeef... (svona í anda rakastigs færslunnar)

mig langar í grilllllkjööööööt!

Anonymous said...

a lesbo says what?

ég er mjög ánægð af mörgum ástæðum að ekki var minnst á mig í þessari færslu - en samt smá ekki...

don't you love me anymore?

Ragnhildur said...

æji fyrirgefðu. ÁSLAUG BJARGAÐI LÍFI MÍNU Í ÞYNNKUNNI MEÐ ÞVÍ AÐ KOMA MEÐ KFC HANDA MÉR OG SKEMMTA MÉR...
p.s. I say that yousa HOE!