Monday, July 31, 2006

Sumarfríið mikla...

Ég er svo sniðug, náði mér í kvefpest í seinustu viku og er búin að vera lasin í sumarfríinu. Það er svo gott að liggja heima og þjást í fríinu sínu, alveg hreint yyyyndislegt. Er samt miklu betri núna, bara kvefuð en ekki lengur með hálsbólgu og hita. Eeeeen nóg um það.
Skrapp á ættarmót á laugardaginn, pabbaætt var með ættarmót í Logalandi í Útálandi. Það var mjög gaman, við fórum í Kubb og ég náði geeeeðveiku skoti, framhjá stóra kóngnum og beint í litla gaurinn sem var stillt fyrir aftan. Svo var ég almennt líka bara þrusugóð í Kubb, var valin fyrst í lið eftir fyrsta leikinn!! :) Hefðu útsendarar frá Kubbskólum heimsins verið þarna hefði mér verið boðinn styrkur á nóinu. Á heimleiðinni kíktum við Una til Sillu og Einars vina hennar, en þau voru að flytja á Akranes. Vorum eitthvað að tjilla með þeim og svo um kl. 3 um nóttina skruppum við í Skógrækt Akraness til að róla. Mjög gaman og ótrúlega flott útivistarsvæði þar.
Í gær fór ég á Sigurrósar tónleikana á Klambratúni með Unu og Hildi. Það var geðveikt flott og þvílík hrúga af fólki þarna. Awesome. Við fórum með teppi og vínflösku og sátum úti á túni :) Vona að það verði oftar sem einhverjir svona tónleikar verði á Miklatúni, auðvitað ekkert hægt að hafa Queens of the Stone Age tónleika eða eitthvað hvaðsemer þarna. En þetta svæði finnst mér henta t.d. betur fyrir Menningarnæturtónleika og 17. júnítónleika heldur en svæðið við höfnina.

Hahaha váááá í Fréttablaðinu í dag á bls. 4 er frétt um 10.000 plastendur sem duttu af skipi árið ´92 og eru enn á siglingu um hafið og koma bráðum að landi í Bretlandi. Þetta er ekkert smá frábært. Væri til í að vera á ströndinni þegar allar endurnar mæta. Geeeeðveikt. Ætli ZeFrank viti af þessu?
Einnig í Fréttablaðinu: Lance Bass (Rass) er hommi.

Afmælisbörnin þessa dagana eru Soffía 28. júlí og Sæunn 30. júlí. Til ham með am! En eiginlega til ham með öm :) þar sem fleirtalan af ammli hlítur að vera ömmlu.

En já, með orðum Looney Tunes...

3 comments:

Anonymous said...

mér finnst þetta bara fínt blogg hjá þér elskan, alveg 8,5 ;) Þú ert svo góður bloggari ;)

Anonymous said...

uusssss.... þú gleymdir alveg að minnast á það þegar ég og Jóhanna unnum þig í Kubb leiknum endalausa! Ég er nú hræddur um að Kubbskólaútsendararnir hefður fengið eitthvað til að hugsa um þá... ;o)

Kv. Kári

Ragnhildur said...

ussssssssssss hinir þurfa ekkert að vita það... Ég vann líka fleiri leiki en ég tapaði. Tapaði bara einum, tveim í mesta lagi :)