Rakst á þessa mynd í Tiger, hef aldrei séð hana en titillinn og skrifelsið aftan á lofa góðu. Þar sem hún kostaði bara klink ákvað ég að bæta henni í DVD safnið mitt (já Hildur ég veit, ég á við vandamál að stríða). Er að bíða eftir rétta tækifærinu til að horfa á hana, einhver sem hefur áhuga á vídjókvöldi með mér? Popp innifalið. Ætti eiginlega að hafa náttfatapartý... Náttföt, vídjó og frosnar margarítur :)
Annars er lífið gott í Mholtinu. Er bara búin að vera að vinna og tjilla og vera kát. Skrópaði á djamminu seinustu helgi, átti ótrúlega kósý stund á lau kvöldið með sjónkanum, tölvunni og naglalakki. Fékk samt smá sting í djammhjartað að heyra af fjörinu frá Áslu :) Held samt lifrin sé þakklát...
Ég var í mat hjá Áslaugu í kvöld, fékk mega gott lasanja... two thumbs upp og svo skelltum við okkur með Sammio á myndina Börn. Mæli með henni, með betri íslenskum myndum sem gerðar hafa verið. Vildi ég gæti sagt það sama um Jón Pál myndina.... eeeeen ég get það ekki.
Arite, skrefa ekki meira í beli, heyri í ukkur seinna.
Tuesday, September 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
haha
las fyrst SOFT woman! haha
en jámar, hef oft heyrt um þessa mynd - ég er með í vídjókvella
Oj glætan. Hljómar ekki vel. Nóg af öðrum myndum sem ég á eftir að sjá.. Eins og t.d. allar James Bond myndirnar - er alltaf á leiðinni að sjá þær, allavega eina. Annars á ég flestar nýju myndirnar í bíó og vidjó á DVD sem litli bróðir skrifaði fyrir mig ..er líka alveg á leiðinni að finna tíma fyrir þær - en þið viljið auðvitað ekkert horfa á solleiðis nýjungar.
jújújú...ég er alltaf til í nýjungar. Er t.d. slefandi yfir sæta gaurnum í Prison Break þessa dagana.
Er samt alveg til í eitthvað svona gamalt og gott sem ég hef ekki séð....og ég las líka SOFT WOMAN. How cool would that be!! :)
Post a Comment