Mmmm daaah! Vaknaði í morgun, 1. í aðventu hress og kát og dreif mig í messu. Þótt það sé nú ekki það sem ég geri vanalega á sunnudagsmorgnum þá var mjög hressandi fyrir andann að sitja og hlusta á barnakór syngja og prestinn tala um jólin. En að sjálfsögðu var hápunktur messunar þegar Monsi litli Söruson var skírður Grímur Logi Kristinsson. Það hentar honum svo fullkomlega, hann er mjög Grímslegur. Alveg getur hann orðið forseti einn daginn :) Til hamingju með nafnið litli og til hamingju foreldrar með að hafa fundið svona gott nafn á hann.
Í gærkvöldi var leikhúsferð Finnsbarna (mínus Unu). Við fórum að sjá Best í heimi í Iðnó. Frábært leikrit, mjög fyndið og ég mæli með því að fólk drífi sig, það eru bara nokkrar sýningar eftir. Á undan sýningunni fórum við að borða á Hornið, mjög gott og svo fórum við á smá kaffihúsarölt eftir sýningu, fórum á kaffi París og kaffi Kúltúra. Frábært kvöld og svo gaman að gera eitthvað svona sparilegt með fjölskyldumeðlimum af og til :)
Annars talaði ég við Unu í gærkvöldi. Hún er búin að finna gistingu fyrir okkur í París milli jóla og nýárs, það verður því ekkert slor á okkur um jólin :) Jól í Delft, ferðalag til Parísar og svo áramót í Amsterdam. Ééééég hlakka svo tiiiil.
Ég fékk jólaskapið yfir mig í gær :) Var að vinna með Sigga fyrir Kópavogsbæ, það var verið að kveikja á jólatrénu þar og þegar kórinn byrjaði að syngja jólalög kom jólaskapið mitt :) Jóla jóla jól HEY! Held ég ætli að skreyta í dag.
Fór í jaxlatöku um daginn, ekki það skemmtilegasta í heimi, liðin rúm vika og ég er enn á verkjalyfjum. Ég þoli ekki tannlæknaferðir. Maður borgar fúlgur fjár til að láta meiða sig og svo verður maður bara verkjalyfjafíkill í kaupbæti. Að maður standi í þessu, sé ekki að það sé neitt að því að vera með ógeðslegar tennur... nei. Þá fær maður sér bara falskar og þarf ekki að hugsa meira um það og fær að múlinexa matinn sinn.
Jæja, nóg komið af rugli, vona að þið hafið það gott í aðventunni og ég blogga aftur bráðum. blebbó plebbó.
Sunday, December 03, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
hahaha!
múlinexa! sögnin að múlinexa. gotta love it. afi og amma flashback.
lovlovlovlovlovlov
say what say what?
hvaaaað er það?
p.s varð smá illt við að sjá þetta svart á hvítu - þú verður í burtu svoooooo lengi :( búhú
Vááá ég er svo ánægð með þetta nafn :).. En ég missti alveg af messunni, svona er þessi krakki strax farin að stela allri meðvitund hjá mér. En oohhh mig langar til Parísar. Ég var þar í milli jóla og nýjárs í fyrra á leiðinni heim frá Kúbu. Þar voru sko jól.. vá það var svo flott skeytt í miðbænum og jolatréð fyrir framan Notre Dame var magnað. Öfund.
Ég trúi því ekki heldur að þú ætlir að vera bara á flandri um jólin og áramótin, hvað með kossana á hraðferð um miðnættið á áramótunum, ha? Á maður bara ekkert að fá þá????
Post a Comment