Monday, May 16, 2005

brand spankin´ new

Nýtt og fínt blogg hér á ferð, þvílík pressa, engir aðrir til að kenna um að ekkert sé bloggað í lengri tíma... en ég ætla ekki að lofa neinu. Þið vitið alveg að ég er ekkert fyndin alla daga, og til hvers að blogga ef maður ætlar ekki að galdra fram bros á varir lesenda sinna?!? Ætla að byrja á að þakka Hildi fyrir að búa þessu síðu til, því svo virðist sem ég sé lesblind á HTML (eða of óþolinmóð...)
Ég var að skila seinasta verkefninu í heimi í kennó áðan. Þannig að svo lengi sem kennararnir hendi verkefnunum ekki til baka í hausinn á mér með skít og skömm þá er ég BÚIN. Þrjú ár af háskólanámi sem leiða til háskólagráðu! This is madness MADNESS I tell you! Teljarinn efst er að telja niður á útskriftardag, or as I like to call it... dagurinn sem ég fæ að nota grænu skóna. Þeir bíða enn þolinmóðir upp á hillu. Ég er búin að fá eina einkunn, 8 í smíði... jey!
Ég var í heimsókn hjá pa og Gu áðan, þau voru að koma frá Panama og gáfu mér panamskt kaffi... uber tasty, þannig að allir sem vilja smakka komi í heimsókn. Þeir sem vilja ekki kaffi komi bara líka í heimsókn.
ætla að henda mér í sturtu og svo að leika við Söru og Hildi... laters gaters
p.s. ég er ekkert hætt á dlísnum, ætla bara að gera bæði

2 comments:

Anonymous said...

JIBBÍ... alltaf gaman að lesa blogg hjá skemmtilegu fólki ;)

Anonymous said...

Já ég þarf sko að fara að rukka þig fyrir þessa þjónustu! Búin að fá 3 3 e-mail frá þér í dag!

Hildur