Thursday, May 26, 2005

Pína

Þetta er nú meira helv ruglið. Ég er að taka tennur! Eins og þessar 28 tennur sem ég hef safnað mér fram að þessu séu ekki meira en nóg, neinei, fullorðnis jaxlarnir ákváðu að mæta líka. Nú er fokið í flest skjól, ég hef nánast enga afsökun lengur fyrir að þykjast ekki vera orðin fullorðin. cwap! Veit einhver hvort tannlæknanemar geri svona aðgerðir á sumrin?? og hvað er þá númerið þar. Ég er í fýlu út í tannlækninn minn og vil ekki láta hann fá peningana mína.
Talandi um að vera í fýlu, ég er líka í fýlu út í KFC, McDonalds, bakaríið, Mekong ooog Georg Bush.
Annars er ég að fara í óvissuferð með ÍTK núna á eftir. Mega stuð :D Verður örugglega alveg óóótrúlega gaman. Læt ykkur vita hvernig það fer ;) mússímúss.

7 comments:

Áslaug Einarsdóttir said...

úffhhh.... nú er ég búnað lesa ALLT bloggið þitt, as in allar færslurnar, á einu bretti. Eiginlega búnað kommenta á allar færslurnar líka.

ekki vera í fýlu út í kfc og mekong, úffhh veist ekki hvað átt hefur fyrr en....
sleeeeeeeeeeeeef

Áslaug Einarsdóttir said...

og já tilhams með blogg beibí :)

Anonymous said...

Akkuru ertu í fýlu úti KFC og þá? En annars er ég alveg sammála þessu með tennurnar! Ég væri samt frekar til í að þær myndu endurnýjast öðru hvoru í gengnum lífið, þ.e. detta og nýjar koma í staðinn..

Una said...

já, ef þær myndu detta og hinar koma daginn eftir. Ég myndi ekki leggja í að vera tannlaus í nokkrar vikur meðan þær væru að vaxa... eins og þegar maður var sex ára. Aðeins of retro fyrir mig...

Lena Dögg said...

.. Hei þú ert nú samt tímanlega í þessu tannastússi.. hún Peta frænka var að byrja sem tannsi ;) hún er ´æði .. setur meira segja deyfigel áður en hún setur deyfisprautuna .. sem er fab.. (mín er geðveikt tannsa hrædd sko) .. skemmtu þér vel í kveld.. eehhh .. eða núna ;)

Anonymous said...

úff .. ég er að ganga í gegnum það sama .. fáránlegt að vera að taka tennur á gamals aldri .. ég sem var eiginlega bara búin að ákveða að ég myndi bara alveg sleppa við svona endajaxlatökur og svoleiðis ..

eníhú.. til ham memm bloggið beibí .. ég lít þó á þetta sem drottinsvik við dlísinn .. hehe .. niii .. hef nú ekki bloggað þar síðan ´85 sjálf svo ég er ekkert með neina stæla .. en þurfum samt að halda honum svona smá lifandi .. hóst..

Ragnhildur said...

jey!!! vá hvað það er gaman að mæta (allt of seint og þunnur) í vinnuna og finna öll þessi komment! :D þetta var bara smá djók með að vera í fýlu... gleymdi samt að setja stælinn þarna inn á, þetta er fyrir að afgreiða mig vitlaust eða valda mér vonbrigðum :) og Bush nottla fyrir að vera fáviti