Klukkan er að verða sex á laugardagsmorgni... náttfataballið í algleymi. Búið að ganga ágætlega, fór með eina stelpu á slysó með blóðnasir, hún fékk olboga í andlitið á dansgólfinu. það leið næstum yfir mig þegar læknirinn dró út blóðlifrar á stærð við pennastatív út úr nefinu á henni. En það var samt fyndnast þegar hún horfði á þetta með hryllingi og spurði Hvað er þetta???!!?? Er þetta LIFRIN MÍN?????????? Stelpugreyið... hún er samt soddan nagli að hún mætti aftur á ballið. Svo var rétt í þessu verið að grafast fyrir um orsök þess að eitt klóstið stíflaðist. Þá hafði einhverju gáfumenninu dottið í hug að athuga hvort hægt sé að sturta niður appelsínum í heilu lagi. Niðurstöður rannsóknar liggur fyrir: Nei, það er ekki hægt. En ef einhver vill ókeypis appelsínu... Er búin að dreifa út pítsum fyrir 40.000 kaddl... soddan svín þessi svín.
Hlakka til að komast í rúmið mitt, það er ekkert stuð að vaka í sólarhring þegar maður er ekki einusinni fullur. En það bíður betri tíma, nánar tiltekið kl 7 á laugardagskvöld.
Hlakka til að sjá ykkur on the djamm á lau ;)
Friday, May 20, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
sjá okkur? ha hvað meinaru sjá okkur? þú sást mig ekkert? er ekkvað gaman að sjá ekkvern annan en mig? ....
hjúkket að það sé búið að gera þessa rannsókn! hef ALLTAF verið að spá í hvort það sé hægt að sturta niður heilum appelsínum!
eimmiittt
Post a Comment