Útskriftin hennar Unu var ekkert smá skemmtileg. Meðal skemmtiatriða var hljómsveitin Parabóla, en meðlimir hennar eru m.a. Helgi trommari og Davíð Þór. Þeir voru með böns af riiiiisaaastórum trommum á sviðinu, mættu svo allir í hvítum málningagöllum og voru með klikkað trommusession upp á sviði og ljósasjóv í leiðinni. Ekkert smá flott!! Finnst þeir samt alltaf vera að halda framhjá Valda Kolla þegar þeir gera eitthvað án hans :) En já, svo var fjölskylduboð heima hjá Unu eftir útskrift og svo minipartý um kvöldið. Við vorum fjórar hérna, grilluðum, hlustuðum á tónlist og sumir rifust um hvað teljist sem list :) Skelltum okkur svo á Þjóðleikhúskjallarann þar sem allir Listaháskólakrakkarnir voru, og ég dansaði gjörsamlega af mér rassinn! Þvílíkt stuð!!! Gullfoss og Geysir voru að spila, þeir eru ææææði. Svo röltum við um bæinn að skoða alla nýstúdentana... það eru allir svo sætir á þessum tíma árs. Það var stappað í bænum. Já, tilhamingju með útskriftina Steinar Hugi og til hams með bróðurinn Sara :D
Annars var ég að fá seinustu einkunnina í Kennó... að eilífu! Fékk 8 fyrir Málfræðirannsóknir. Ef ég reiknaði meðaltalið mitt rétt þá er ég með 8,21 í meðaleinkunn. Not too shabby for me. Ætla núna að draga Un í göngutúr upp í Kennó að ath hvort umsagnir, verkefni og ljóðabækur hafi skilað sér í hólfið mitt. Það er svo gott veður og mikið sumar!!! Ég er í þvílíku gleðiskapi þessa dagana... sem er nottla bara rugl! :) Lovsja, Ra
Sunday, May 29, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Til hamingju, þetta er frábær tilfinning
Soffía
Til hamingju, frábærar einkunnir og geri aðrir betur! Og til hamingju Unurass!!
hva voda ertu mikid ad skemmta ther vel! farin ad halda ad thu saknir mins ekki neitt bara!
jaherna, eg sem helt ad thu saetir bara heima og bidir eftir ad 7.juli kaemi!
takk takk stelpur :) jú auðvitað sakna ég þín áslurassinn minn, það er ekki sumardjamm án þín! Er bara að hita mig upp, verð að vera í djammformi þegar þú LOKSINS ákveður að láta sjá þig...
TIL HAMINGJU :*
ó já, takk Sara :)
Til hamingju stelpurófa, vel af sér vikið. Pant fá þig til að kenna börnunum mínum í framtíðinni ;)
hahaha, já einmitt :D þakka traustið
Post a Comment