Thursday, April 20, 2006

GLEÐILEGT SUMAR!!!
Jibbí jey það er komið sumar... ég er meira að segja búin að ganga frá öllu jólaskrautinu mínu. Eða ok næstum öllu. Tel ljósaseríur ekki með og svo fann ég einn lítinn jólasvein sem Mús á. Hún getur bara gengið frá honum sjálf.
En núna er komið sumar og tími til að plana fríið sitt. So far er ég komin með 3ja daga ferð til Færeyja í sumar. Alveg í stíl við áramótaheitið mitt um að vera ævintýragjarnari ;) Annað ævintýri sem ég er að hugsa um er ferð í hjólabúðina og fjárfesta í einu stykki stelpuhjóli með körfu. Held það sé alls ekki vitlaust, miðað við verðið á bensíni í dag. Já, held það barasta, sumargjöfin frá mér til mín verður hjól. En fyrsta ævintýri sumarsins verður road trip upp í Unuhús. Við Ásla ætlum um helgina, rómantísk helgarferð hjá okkur "parinu". Ætlum að drekkja okkur í heitapottinum augnablik. Reyndar er þetta samkæmt læknisráði, þar sem lifrin á mér er komin í verkfall eftir páskana. Ekki það að ég taki ekki með mér rauðvínsflösku, en er ekki líka alltaf sagt að rauðvín sé svo hollt fyrir æðakerfið? Það er ekki svo oft sem fólk hugsar nóg um æðarnar á sér.
En ég sleppti öllu djammi í gær, var engan vegin í stuði, og þar að auki vissi ég ekki um neinn sem ætlaði ;) Við Ásla leigðum the Aristocrats, heimildamynd um þennan brandara sem endar á orðunum the Aristocrats. Það voru tekin viðtöl við fullt af grínistum og það voru nokkrir sem voru mjööög góðir í að segja brandarann. Sarah Silverman er drullu fyndin, en ég var reyndar búin að sjá hennar útgáfu. En ég held barasta að Bob Saget hafi unnið. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með Eddie Izzard, hann var ekkert sérstaklega fyndinn, en það er allt í lagi, ég elska hann samt. Svo voru pentiljarðar af öðrum grínistum að tala um þennan brandara. Mæli alveg með þessari mynd. Það er líka til heimasíða, www.thearistocrats.com sem ég á eftir að kíkja á.
En núna er kominn pönnsutími þar sem þetta er sumardagurinn fyrsti og amma er í bænum ;) Sumarást og kossar til allra xxx

4 comments:

Una said...

Gledilegt sumar!! Fretti ad thad hefdi frosid vid veturinn, sem er gott. Kiki a thessa mynd vid taekifaeri.

Hildur R. said...

ooohhhh....mig langar í pönsu!!!

Anonymous said...

Gleðilegt sumar sæta!
Jú rauðvín er allra meina bót ;)

Anonymous said...

haha "við ásla ætlum..." "hjá okkur parinu"... "við ásla leigðum"...

er spurning um að við eyðum of miklum tíma saman???

en já... talandi um sumar

það er MASSA snjókoma akkúrat núna!