Thursday, June 30, 2005

flengd, hengd og brennd á báli

Halló krúttin mín!! Did you miss me? I guess not!! (hvaða quote er þetta)
Ætla bara að blogga stutt... þarsem ég er nú vön að vera stuttorð hósthóst. Er búin að vera jafn hress og veðrið þessa vikuna, eða þannig, algjör grámygla. Vona samt að ég verði aðeins skemmtilegri um helgina þar sem ég er að fara á HUMARHÁTÍÐ Á HÖFN!!! G e ð v e i k t ! Ég, Una og Hildur ætlum að gera allt vitlaust fyrir austan, vitlaust segi ég. Neinei en það verður mega stuð og ef ykkur langar að koma þá bara eeeendilega :D smá rúntur, ekkert mál. Fengum jeppann og tjaldvagninn og ég ætla loksins að taka Fridgemaster með í langferð. Hann hefur aldrei fengið að fara í ferðalag áður. Svo ætla ég gjörsamlega að vera hauslaus, á perunni, rassgatinu, eplinu, hausnum, eyrunum o.s.frv.. með öðrum orðum, full. Missi samt af ÍTK partýi.. en fokk ðatt, ég ætla að vera skemmtileg fyrir allan peninginn :D Grey Hildur...
Ætlum að reyna að leggja af stað á hádegi, og ég á bara eftir að finna til draslið, pakka, kaupa mat, kaupa áfengi og finna til tónlistina... svo ég myndi giska á svona kl 6 :D Því er best að ljúka þessu bloggi og fara að pakka... eða brenna diska. Diskar.
Hringið í mig ef þið eruð á Höfn um helgina... auf wiedersehn gute fahrt!

Friday, June 24, 2005

And now the event we´ve all been waitin for.

Marblettahneigðin mín fer síversnandi. Eftir djammið seinustu helgi fékk ég einn leigubílamarblett og einn pinnahælamarblett. Það er ekkert miðað við marblettinn sem ég fékk í óvissuferð VSK í gær. Get ready for this... ég er með remolaðimarblett! Einhver ætlaði að kasta remolaðiflösku í annan mann en hitti aaaaðeins skakkt. Ég verð að fara að láta fólk árita marblettina sem það plantar á mig, gleymi því alltaf. En þetta er ekkert smá fokking vont, akkurat í hnésbótinni, það væri þá hné-sbótinni hahaha. Annars er þetta eini marbletturinn sem ég hef fundið eftir óvissuferðina. Það var alveg helvíti fínt í ferðinni, en þetta var svo mikil óvissuferð að ég veit ekki ennþá hvar við vorum :D en það var sandur og sjór... og bjór og tequila og fulltfullt af staupum. Enda þjáist ég mikið í dag fyrir gleðina í gær.. sem betur fer verður þetta stuttur vinnudagur og svo ætla ég heim og leggjast í kör... eða vídjógláp, annaðhvort.
Þetta strumpatal mitt seinast... var aðeins of fljót að brjálast. Vissi bara um eina manneskju sem var boðuð í starfviðtal sem ég sótti um, og mér fannst hún ekki hafa neitt fram yfir mig... enda var hringt í mig í gær og ég boðuð í viðtal. Gekk held ég bara vel, svona ef þau taka ekki með í reikninginn hvað ég var rauð og sveitt af stressi, og röddin alveg þrjátíu áttundum ofar. Nú er bara að bíða og vona.
En núna langar mig bara í hamborgarapítsu eða eitthvað gott við þynnku. Chiao í bili

Wednesday, June 22, 2005

and now this

Að ykkar ósk (skv síðustu skoðanakönnun) fór ég og fann tilgang lífsins. Furðulegt nokk þá er hann að finna í vídjóhillunni hans Atla... og reyndar líka á vídjóleigum og í einkasöfnum um heim allan. Já nei, ekki seventís klámmyndin Deep Throat heldur TATAAAA The Meaning of Life með Monty Python. Þetta er allavega það sem ég fann sem komst næst því að geta verið tilgangur lífsins.
Annars er ég bara í fýlu núna, og ekki bara prumpufýlu... þó hún sé þarna líka. Ó nei, ég þoli ekki þegar fólk sem er ekkert merkilegra en ég og lágvaxið í þokkabót fær eitthvað sem ég vil. Helvítis strumpar. En ég mun ekki leggjast svo lágt... enda er ég miklu hávaxnari... að velta mér upp úr þessu, o nei o nei o nei ég held áfram og UPP Á VIÐ þangað sem litla fólkið nær ekki.

Friday, June 17, 2005

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

Gleðilega þjóðhátíð. Sautjándi júní og jibbý jey. Fór til vinnu í morgun á Rútstún, ofsa stuð að vera þar með skemmtilegasta Kópavogsliðinu :) Fór svo heim í smá sólbað, entist í svona hálftíma... grilligrilligrill ég er grillað svíín. Eldaði tjútling og er að spá hvort maður skelli sér ekki niðrí bæ að kíkja á fjörið. Held nú samt ekki að ég sé að fara á eitthvað bölvað fyllerí, er að spara mig fyrir afmælið hans Kristjáns á morgun. Undarlegt að hann sé að verða tuttuguogfimm, bara ári eldri en ég, og ég ennþá kornung, ekki degi eldri en tvítug... ok tuttuguogeins. Fer ekki hærra!
Annars hefur þetta verið heldur viðburðarlítil vika, skellti mér í bíó á miðvikudaginn... í ellefu bíó meirað segja, maður er soddan tough cookie sko. Fór á Batman begins og bjóst svosem ekkert við miklu og svo var hún samt vonbrigði. Ekkert alslæm neitt, allt í lagi afþreying en ég fílaði ekki leikarann, (hann er með svo bjánalegan munn) og svo fannst mér myndatakan í bardögunum frekar tjíp ass. Gef henni svona tvær... já tvær stjörnur. En ég leigði líka American Splendor um daginn og hún er fokking hillarius! Frábær mynd. Tveir þumlar upp. Hló mig máttlausa af henni.
En mjá, ætli ég þurfi ekki að fara að pilla mér eitthvað út, við sjáumst svo bara sem fyrst. kysskyss

Monday, June 13, 2005

En krúttið mitt ég villist, því hugur þinn er ofboðslegt flæmi

Ég elska ykkur öll! Takk fyrir mig og takk fyrir laugardaginn og takk fyrir gjafirnar og blómin og símhringingar frá útlöndum!!! Ég á svo fáránlega góða vini og fjölskyldu!! Svo er ég líka svo mikill kettlingur að ég var alltaf að tárast þegar ég las kortin frá ykkur, en faldi það bara. Ma ma ma maður klökknar bara. Sentimental silly me. Svo skemmir nú ekki fyrir hvað hann Jógvan og hún SaraValný ástin mín lögðu sig mikið fram í að gera mig að heitasta útskriftarnemanum in the history of Kennó, og er ekki frá því að það hafi tekist :D mér allavega leið eins og prinsipessu allan daginn! Svo skemmti ég mér líka mega vel um kvöldið, en Kofinn... trúi ekki að ég sé að segja þetta... var vonbrigði. Held ég taki mér Kofapásu á næsta djammi. Held að 22 verði frekar málið. Annars var kvöldið fullkomið að öllu leyti, fyrir utan þá sem komust ekki, saknaði nokkurra andlita, ha Áslaug ha! Og já, Atli og Sæunn, plíís plís plís gefið mér myndirnar frá kvöldinu, ég er svo ótæknivædd að ég á ekki digital og gleymi alltaf að nota hina... en hlakka mega til að sjá myndirnar ;)
En það er ótrúlega skrýtið að þetta sé bara búið. Búin með skólann og get gert það sem mig langar. Ef ég bara vissi hvað það væri. OK, ég svosem veit eitthvað hvað ég vil... en það er svo margt, og hvernig forgangsraðar maður draumum?? Og eins og þið vitið þá er ég nú ekki besta manneskjan til að velja og hafna og taka ákvarðanir. Hate that word! Kannski næsta könnun ætti bara að vera um hvað ég á að gera við mig. Já, ætla að plögga það... Vinsamlegast íhugið vandlega val ykkar.. my future depends on it. En já, ég er eitthvað hálf vönkuð þessa dagana, of mikið af hlutum sem þarf að íhuga. Vildi óska að ég fengi að vera 21 í nokkur ár. Ég er bara ein af þeim sem er lengur að hlutunum, I need more time! Þótt ég sé búin að vera þvílíkt high eftir laugardaginn þá tekst mér líka að vera blue. Aðeins ég... only me... En nóg um það nú er sumar og það er svo margt sem þarf að gera! Hanga í sundi og sólbaði, plana útilegur og sumarbústaðarferðir, fara í keilu og gefa öndunum brauð. Mig langar líka svo í Húsdýragarðinn að heimsækja dýrin, nennir einhver að koma memm? Mig langar svo að gera eitthvað. Nenni ekki að vera heima hjá mér. Vantar eitthvað fútt og fjör!
Hringið í mig ef þið viljið leika... GAME OOON!

Wednesday, June 08, 2005

iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihihihi

Vinnustaðahúmoristinn strikes again. Átti lausa stund í dag svo ég ljósritaði á mér andlitið. Kom út eins og ég væri í kafi. Svo prófaði Saran og hennar kom mun betur út, hún er eins og svín sem er klesst upp við gler...svona er að vera fótógenískur. Í næstu viku verða það svo boo.... ræræræ hósthóst hmmm.
Svo kom strákur hingað og spurði hvort hann gæti fengið sumarvinnu í einhverju tæknilegu. Benti honum á leikskólana, þar fær maður að kubba. Svona er mikið stuð í vinnunni, síðan danska konan öskraði á mig hefur gamla fólkið hagað sér ágætlega, mest hringt til að kvarta yfir fíbblunum.. og mér sem finnst þeir svo fallegir.
Annars erum við Helga felga farnar að spá í að skreppa til San Fran í haust, þar sem Sæunn flytur út um miðjan ágúst. Heimsækja fornar slóðir og leggjast í frappochino sukk. Svo þykist líka Guðrún Birna ætla að flytja heim á næsta ári þannig að það fer að verða seinast séns að fara þangað. Hlínster, skutlaru okkur ekki bara?? Ahhh San Fransisco að hausti, þegar allir hommarnir eru í blóma, þá er allt svo fallegt. Get fengið mér mani og peti hjá asískum klæðskiptingi og farið í FAO Schwarts og keypt litasorterað M&M og NEEIII það er ekki óblandað það er SORTERAÐ!!! Ég er alveg VISS um það, ekki einfalda flókna hluti.
Æji já, svo eru bara þrír dagar í útskrift og ég er orðin eitthvað voða stressuð yfir þessu, ég verð svo að vera sæt, en ég er alveg með ljótuna, allavega í dag. En á morgun fer ég í hár og þá kannski á ég séns. Hinn færeyski Jógvan ætlar að beiba mig upp, það verður örugglega fjör :D
Ég er annars bara ennþá í vinnunni, massastuð hér... ætti kannski að fara að þykjast gera eitthvað... annað en að gera grín að nöfnunum á krökkunum. En að skíra barnið sitt Hraunar.. aðeins of skítlegt nafn fyrir minn smekk.
mkey ma bebe, later xxx

Saturday, June 04, 2005

I´m not as think as you drunk I am...

ræræræ, so much for saving myself.... djammið það er fyrir næstu helgi hahaha. Ætlaði svooo sko að spara mig fyrir útskriftina, en þegar manni er boðið áfengi og SINGSTAR... hvað get ég sagt, ég á við vandamál að stríða. Ég get bara ekki sleppt singstar þegar það er í boði. Er heima hjá unu í ruglinu :D hahaha ef það er fyndið að hlusta á falskt fólk í singstar... en falskt fólk sem syngur lag sem það hefur aldrei heyrt áður HAHAHAHAHA!!!

Thursday, June 02, 2005

ber er hver að baki sér nema stóru systur eigi

Þvílíkt ráááán að þurfa að kaupa sér ný sumardekk! ooooj, mér er illt í veskinu. En í dag var bíladagur, pantaði sumardekk sem ég fæ á morgun, fór með hann í smörningu og Una mín elskulegastasta hjálpaði mér að þrífa bílinn. Við tjöruhreinsuðum, sápuþvoðum, skoluðum, þurrkuðum, bónuðum, ryksuguðum og sjænuðu hann SJonna minn þannig að hann tindrar núna eins og blá stjarna á vetrardekkjum. Fínni bíll hefur ekki sést (í minni eigu) í manna minnum.
Annars á ég voða lítið slúður, bara búin að vera að vinna, og svo fórum ég, Helga, Sæunn og Sóley í göngutúr í gær. Mega duglegar, löbbuðum held ég Garðabæinn allan :D eða svona næstum því.
Svo er búið að bjóða okkur Unu í útilegu um helgina, er svona að spá hvort ég nenni. Verður örugglega gaman en ég er svoddan svín að mig langar mest að eiga kósí sumarhelgi hérna heima.
Soffía hringdi í mig áðan, hún fékk vinnuna á Fréttablaðinu, jeyyyy... þótt ég sé auddað pínu abbó yfir að vera ekki þar sjálf, en ég fæ bara vinnu þar seinna. Svo var að koma í ljós að lokaverkefnið hennar Lenu er tilnefnt til verðlauna. Ekki skrýtið það er rugl flott. Getið skoðað það hérna!
Hvað ætlið þið annars að gera um helgina? What´s the plan... man?