Friday, June 24, 2005

And now the event we´ve all been waitin for.

Marblettahneigðin mín fer síversnandi. Eftir djammið seinustu helgi fékk ég einn leigubílamarblett og einn pinnahælamarblett. Það er ekkert miðað við marblettinn sem ég fékk í óvissuferð VSK í gær. Get ready for this... ég er með remolaðimarblett! Einhver ætlaði að kasta remolaðiflösku í annan mann en hitti aaaaðeins skakkt. Ég verð að fara að láta fólk árita marblettina sem það plantar á mig, gleymi því alltaf. En þetta er ekkert smá fokking vont, akkurat í hnésbótinni, það væri þá hné-sbótinni hahaha. Annars er þetta eini marbletturinn sem ég hef fundið eftir óvissuferðina. Það var alveg helvíti fínt í ferðinni, en þetta var svo mikil óvissuferð að ég veit ekki ennþá hvar við vorum :D en það var sandur og sjór... og bjór og tequila og fulltfullt af staupum. Enda þjáist ég mikið í dag fyrir gleðina í gær.. sem betur fer verður þetta stuttur vinnudagur og svo ætla ég heim og leggjast í kör... eða vídjógláp, annaðhvort.
Þetta strumpatal mitt seinast... var aðeins of fljót að brjálast. Vissi bara um eina manneskju sem var boðuð í starfviðtal sem ég sótti um, og mér fannst hún ekki hafa neitt fram yfir mig... enda var hringt í mig í gær og ég boðuð í viðtal. Gekk held ég bara vel, svona ef þau taka ekki með í reikninginn hvað ég var rauð og sveitt af stressi, og röddin alveg þrjátíu áttundum ofar. Nú er bara að bíða og vona.
En núna langar mig bara í hamborgarapítsu eða eitthvað gott við þynnku. Chiao í bili

5 comments:

Anonymous said...

Og HVAR var viðtalið?????

Anonymous said...

hjá ÍTK, um forstöðumannastöðu annað hvort í Igló eða Fönix... býst ekki við að fá það, en er bara glöð að hafa fengið viðtal. Ra

Anonymous said...

haha remulaðimarblettur og haaaaamborgarapizza! híhí

Anonymous said...

djö hvað ég þoli ekki svona mikla samkeppni... ok jú ég elska keppni einsog flestir vita... EN að keppast um að fá að giftast þér við fimm aðra!

svona sýnið ykkur... who are u people!

Anonymous said...

já, ég er eiginlega sammála, ef fólk vill gifast mér þá ætti það nú að tala um það við mig... en mig langar samt meira að vita hverjir dirfðust að segja ekki séns í helvíti :D kommooon reveal your identity Rax