Wulffmorgenthaler blívar alltaf :D
Ég er veik. Ótrúlega skemmtilegt, var komin með 39 stiga hita í gær og var að deyja úr kulda. Hildur varð alveg hrædd þegar ég keyrði hana heim og setti hitann í bílnum á fullt... ekki minn vani að hækka hitann :) Er skárri í dag, en er enn með hita, hausara og hálsbólgu. Áslaug er líka veik, þannig að mig grunar að þetta sé karma. Áslan mín, þessi snillingur vann nebbla ferð fyrir okkur til Manchester! Karma hefur líklega fundist þetta aðeins of gott fyrir okkur tvær og hent einni flensu á okkur til að jafna þetta út. Það er bara ágætt, núna getum við verið vissar um að við förumst ekkert í einhverju freak napalm slysi þarna úti.
Ég er komin með nýjan leigjanda, hún heitir Maxi, en vill láta kalla sig Miu. Hún er þýsk, þrítug og kennari en verður að vinna á Nordica í sumar. Lýst alveg vel á hana, býst ekkert við að hún sé jafn æðisleg og Meduna, en hey það er nú takmarkað hvers maður getur vænst af Þjóðverja :D hehe kidding!
Kominn tími á veikinda-nap. Teppi, sófi og vídjó til að sofa yfir ;) Leiteroni
Tuesday, May 02, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Var líka dálítið þegar ég vaknaði í morgun með illt í eyranu...en sem betur fer er það eitthvað að lagast. Láttu þér batna honey!
Post a Comment