Friday, June 17, 2005

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

Gleðilega þjóðhátíð. Sautjándi júní og jibbý jey. Fór til vinnu í morgun á Rútstún, ofsa stuð að vera þar með skemmtilegasta Kópavogsliðinu :) Fór svo heim í smá sólbað, entist í svona hálftíma... grilligrilligrill ég er grillað svíín. Eldaði tjútling og er að spá hvort maður skelli sér ekki niðrí bæ að kíkja á fjörið. Held nú samt ekki að ég sé að fara á eitthvað bölvað fyllerí, er að spara mig fyrir afmælið hans Kristjáns á morgun. Undarlegt að hann sé að verða tuttuguogfimm, bara ári eldri en ég, og ég ennþá kornung, ekki degi eldri en tvítug... ok tuttuguogeins. Fer ekki hærra!
Annars hefur þetta verið heldur viðburðarlítil vika, skellti mér í bíó á miðvikudaginn... í ellefu bíó meirað segja, maður er soddan tough cookie sko. Fór á Batman begins og bjóst svosem ekkert við miklu og svo var hún samt vonbrigði. Ekkert alslæm neitt, allt í lagi afþreying en ég fílaði ekki leikarann, (hann er með svo bjánalegan munn) og svo fannst mér myndatakan í bardögunum frekar tjíp ass. Gef henni svona tvær... já tvær stjörnur. En ég leigði líka American Splendor um daginn og hún er fokking hillarius! Frábær mynd. Tveir þumlar upp. Hló mig máttlausa af henni.
En mjá, ætli ég þurfi ekki að fara að pilla mér eitthvað út, við sjáumst svo bara sem fyrst. kysskyss

3 comments:

Anonymous said...

varst þú bara að blogga meðan við vorum niðrí bæ að BÍÐA eftir þér... og ég er enn að bíða eftir Hildi..

Anonymous said...

American Splendor er ýkt skemmtó, eða kannski ekki skemmtó, en mjög fyndin samt, mjög góð

Ragnhildur said...

jöbb, ótrúlega fyndinn gaur. I´m not all that picky, that is, I´ll take any woman that´ll have me