Afhverju geta tónleikahaldarar aldrei séð til þess að þeir sem skipta máli (ég og mínir) fáum miða án vesens?? Fór í morgun til að kaupa miða á Antony and the Johnsons, var komin í Kringluna 5 mín yfir 10 og það var uppselt. Hildi tókst að ná tveim á midi.is en svo var allt búið. Við þurfum að lágmarki tvo miða í viðbót, þannig að ef einhver lumar á miðum eða veit um einhvern sem er að fara í próf morguninn eftir eða á að skila ritgerð eða bara kemst ekki og þarf að losna við miða... hafið okkur í huga. Puhlís. Ég dey ef ég fæ ekki að fara, hann er minn Damien Rice...
Ekkert að frétta annars þannig, og þó, bróðir minn á ammli í dag, til ham með am Þórir! Gamla skinnið, hann er 33 ára.
Valur yfirmaðurinn minn er orðinn pabbi. Hann eignaðist stóran (18 merkur) son á föstudaginn og af þeim myndum sem ég hef séð er hann algjört krútt :) what kid isn´t.... ok reyndar eitt tröllabarn VSK kannski en annars... :D En mig var búið að dreyma að Valur myndi eignast strák og skíra hann.... Emilio :) Emiiiiliiiooooo, with his hat, like this. oooh verð að leigja roxbury :) allt of langt síðan ég hef horft á hana.
Ég djammaði ekkert um helgina, er núna búin að vera með kvef og hósta í mánuð og það ætlar ekki að fara, en breytist hinsvegar mjög oft. Stundum er ég bara með hósta, stundum bara kvef og stundum hausverk, kvef, hósta og hálsbólgu... eins og í dag!
Ég fékk nýjan PEZkall í safnið í gær, Valný kom í heimsókn til mín í vinnuna með hann, ég skal gefa ykkur klú hver hann er "ég er kallaður herra Svín!" hihihi giiðkt.
Tuesday, September 20, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ohhhhhhhhhhh ég er SVONA mikið reiðleiðpirruðsúrOGsvekkt!
Langaði SVONA mikið á antony! :(
já og ég segi PÚMBA! gyltan þín!
hahaha.. klukk ..klukk .. GOTCHA !!
Post a Comment