Wednesday, December 12, 2007

props deserved

Gleymdi að gefa Sigga props fyrir youtubið hér fyrir neðan. Hann sýndi mér þetta vídjó... hann sagði "komdu og sjáðu hvernig þú verður í framtíðinni..."
Kv. The Crazy Catlady

Tuesday, December 11, 2007

Tuesday, November 27, 2007

ég á lítinn skrýtinn heila...

sem er ekki alltaf í gangi.

Mér fannst pínulítið fyndið að ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is: Brown endurgreiðir ólöglegar greiðslur og hugsaði strax, hmmmm hvaða ólöglegu greiðslur getur Dan Brown hafa fengið? og fór strax að mynda með mér samsæriskenningar um að páfagarður eða kirkjan hefði reynt að múta honum... en þá var fréttin sumsé: Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown hefur viðurkennt að greiðslurnar sem Verkamannflokkurinn fékk eftir krókaleiðum frá byggingaverktakanum David Abrahams hafi verið ólöglegar og að slíkt væri óásættanlegt og að upphæðin, rúmlega 78 milljónir yrði endurgreidd. Mín útgáfa var muuun æsilegri... :)

En ég er nýkomin heim frá útlandinu. Fór auðvitað til Hollands að hitta Unumín. Það var mega gaman. Fór til Den Haag, Rotterdam og Amsterdam... kíkti aðeins í búðir, á listasafn, tyrkneska veitingastaðinn Baazar, í bíó, féll fyrir tveimur asíubúum (í götuna þ.e.), borðaði hollenskan mat sem heitir Stammpot, drakk ógrynni af rauðvíni, knústi Unu og fleira :) Endaði síðan ferðalagið með því að fara til Belgíu og sjá INTERPOL (hljómsveitina, ekki lögguna... Hildur) á tónleikum. Þeir voru geðveikt skemmtilegir, mæli alveg með því að fólk fari á Interpol tónleika. Blonde Redhead voru líka að hita upp og það var alls ekkert verra :)
Tók enga óhappamarblettaferð á þetta núna, eina vesenið á mér var að ég var föst í lestarkerfi Belgíu þegar ég var á leið á flugvöllinn aftur. Ég þoli ekki bilaðar lestar! og lestarkerfisupplýsingar á frönsku! og frönsku! En þetta hafðist allt, var komin á flugvöllinn tæpum klukkutíma fyrir brottför sem er nú bara framför frá því þegar ég fór seinast frá Schipol þegar ég kom 10 mín. fyrir boarding, og það var 20 mín. gangur að hliðinu...

Annars er allt við það sama hér, er að "leita" mér að roomie, en er ekkert að nenna því svo ég er bara að þykjast.

En sko! Ég bloggaði!

Monday, September 24, 2007

Charlie The Unicorn

aaaaaaaaaaaaaaaaahahahahaha

Tuesday, September 18, 2007

Rax is bax

Rakst á þetta hjá vini Sigga. Kreisí kúl. The girl´s got talent.

og já ég veit ég er letiblóð og þrollabúbú að hafa ekki bloggað. Vil ekki tala um það.

Wednesday, July 18, 2007

Ég er komin Í sumarFRÍ



og eins og ég bjóst við, um leið og ég er komin í sumarfrí.... fer sólin bakvið ský. En það er allt í lagi, ég hef nóg annað að gera. Una mín er komin og við fórum út að róla í gær og ég bakaði handa henni í morgun og svo eru matarboð og hitterí. Stelpurnar ætla að koma til mín í kvöld, er að spá í að taka bara tjillið á matinn og hafa hamborgara.

Ég fór til læknis í morgun að kíkja á eyrað mitt, útaf riverrafting hellunum. Hún sá blóð á hljóðhimnunni sem bendir til að það hafi komið gat en það sé að gróa og engin sýking. Á samt að fara í annað tékk í næstu viku til að vera viss um að það komi ekki sýking.

Ég fór á Goldie um helgina og tók myndir. Getið skoðað hér. Verð að vera duglegri að taka myndir og setja á vefinn, sérstaklega þar sem Áslaug er myndavélalaus núna. Einhver verður að sjá um djammmyndirnar.

En já frí jey! bæ

Wednesday, July 11, 2007

weirdo neighbours

Ég bý alveg örugglega í skrýtnustu götu landsins. Þessi litla krúttulega hálf-falda gata virðist vera full af rugludöllum. Ég hélt alltaf það væri bara í þessu húsi, en undanfarið er það orðið augljóst að þetta er götulægt. Þið hafið heyrt um smíðaóðu lessurnar, sem eru reyndar fluttar út. Drykkfelldu kynóðu geðveiku konuna hérna á ská fyrir ofan, hef reyndar ekki heyrt í henni í næstum ár... svo er konan hérna fyrir ofan mig alltaf nett spes. Teknótæfurnar sem eru ská á móti eru búnar að vera að gera út af við mig og svo er ég farin að sjá Tribal tattooveraðan steragaur með rottweiler hund í bandi á ferli. En núna áðan, kl 22.50 heyri ég bankað á eldhúsgluggann minn og ég hleyp til dyra. Þar stendur lítil gömul kona í blómapilsi og skyrtu, með svart mar yfir næstum hálft andlitið og virðist vera í nokkru uppnámi og segir:- æji ert þetta þú, ég ætlaði að tala við mömmu þína er hún ekki heima? Ég segi henni að mamma mín búi ekki hérna og ég sé að leigja. Hún segir að hún hafi ætlað að fá lánaða svefntöflu hjá mömmu minni og spyr svo hvort ég eigi ekki svefnlyf eða verkjalyf handa sér. Ég sagðist ekki eiga neitt (þorði ekki að láta hana fá lyf) og þá fer hún að spyrja afhverju ég sé þarna´og ég segist hafa búið hér í tvö ár en hún segist ekkert kannast við mig en sagðist búa beint á móti, sem passar alveg, þar býr lítil gömul kona... Síðan virðist hún einhvernveginn gefast upp og segir bless og labbar út aftur. Við Annikur fylgdumst með henni labba út stíginn og yfir götuna. Svo stóð hún bara þar heillengi, en labbaði svo inn. Hún var eitthvað svo lítil og leið og ringluð, grey konan.



Monday, July 09, 2007

action packed

Ég átti óvart alveg rosalega skemmtilega helgi. Var heima í hangsinu á föstudagskvöld, Áslaugarlaus, Hildarlaus, systkinalaus... allslaus. Planið var að fara morguninn eftir upp í bústað með mömmu og Einari og vera þar fram á sunnudag. En þá kom Annikur (íslenska útgáfan af Annika) heim og bauð mér að koma með sér og tveimur vinum sínum í river rafting á laugardeginum! Ég tók boðinu að sjálfsögðu, ég þurfti bara að þykjast heita Karen og vinna á hóteli og ég fékk ferðina frítt :) usssss Það var ótrúlega gaman, ég meira að segja stökk fram af klettinum, ótrúlega kjörkuð manneskja!!! Sé samt eftir að hafa gert það, því ég hef örugglega hallað höfðinu örlítið þegar ég lenti ofan í, ég fékk allavega hausverk þegar ég kom upp úr og var hálf ómótt og riðaði, sem er eitthvað innra eyra tengt, og svo á heimleiðinni í bílnum var gífurlegur þrýstingur í hausnum á mér og ég heyrði ekkert hægra megin og þrýstingurinn breyttist í verki sem dreifðust yfir hálft andlitið. Ég var farin að tárast úr verkjum. Sem betur fer átti ég kick ass verkjalyf heima og tók þau og rotaðist. Ég er enn með smá hellur fyrir eyrunum en ekkert meira en eins og eftir flugferð. Vona bara að það lagist fljótlega. En já, eftir klettastökkið voru engar brjálaðar flúðir, en leiðsögumennirnir bættu það upp með því að æsa upp þvílíkan ríg milli báta og vatnsslagi og fleira. Það var öllum hent útbyrgðis á einum tímapunkti eða öðrum. Annikur reyndi að henda mér útbyrgðis en náð því ekki, en ég og Charles vinur hennar hentum henni fyrir borð, en svo snérist hann gegn mér og hendi mér fyrir borð. Ég náði samt að draga hann með mér múhaha. Þetta var semsagt mjög gaman, svona fyrir utan heyrnartap.
Svo á sunnudeginum átti Einar stjúpi afmæli. Ég fór með mömmu, Einari og Baldri og svo komu Hrund, Sverrir og Svala og við keyrðum að upphafi Selvogsgötunnar, sem er 18 kílómetra gönguleið sem endar við bústaðinn okkar við Hlíðarvatn. Einar, Hrund og Sverrir gengu en við mamma tókum sinn hvorn bílinn og keyrðum upp í bústað. Ég sá um að passa að krakkarnir drukknuðu ekki og þar fram eftir götunum og mamma eldaði. Göngufólkið kom svo niður Hlíðarskarðið tæpum 5 tímum eftir að þau lögðu af stað. Svo kom fleira fólk í heimsókn og á endanum vorum við 12 manns sem borðuðum saman. Mjög skemmtilegur og fjölskylduvænn dagur. Held barnapössunin hafi tekið meira á mig en flúðasiglingarnar :)

En núna er seinasta vika námskeiða hjá mér, svo frágangur í næstu viku, sem er bara kósí vinna... og svo sumarfrííí. Ég fer í - sumarfrí! víúvíúvíú. Una mín er líka að koma um næstu helgi, ég hlakka svo til. Una Una Un hey!

Friday, June 29, 2007

opið svar til Unu

Unublogg
Jújú, svo virðist sem blogglesarar séu í sumarfríi, nema Alan Johnson og Tryggvi&Ragnhildur kannski. En mig grunar nú samt að það séu dulnefni fyrir annað fólk.

Já, það er búin að vera svo mikil sól í vikunni að það er ekki hægt annað en vera í sumarsumarsumarskapi. Keypti líka íslenskan sumar ´80 lagapakka fyrir vinnuna og er búin að vera að blasta Herbert og fleiri snillinga í dag. Varð smá óhapp í vinnunni þó (þú veist hvað á til að gerast hér með einn) og ég er pínu shaken en ætla bara að fara heim eftir vinnu og plata einhverja út á tún í Kubb, passa mig að fara ekki bara heim að lónerast, nichts gut. Keypti Kubb nebbla líka í dag fyrir vinnuna. Já fyrir vinnuna ekki fyrir mig sko, en ég má samt alveg fá það lánað ef ég fer vel með það já.

Ég er ekki alveg viss með grænmetislasanja, mér finnst frekar það eigi að vera eitthvað grillað. T.d. grillaðir bananar með súkkulaði og ís og rjóma. Fínasti kvöldmatur. Eða mínípulsur, svínakjötsbitar og grænmeti á teini.

Annars fór ég með Sigs + Ásl + Jóns = Iglós í börger og bjór í gær. Enduðum á þvílíku flandri, missti tölu á veitingastöðunum áður en við fundum pláss á Red Chili. Ég prófaði gráðostaborgara, og ég var ekki svo ánægð. Næst panta ég eitthvað minna klikk. En þetta var samt fínn staður og mega gaman að hittast saman, bara leitt að Valur kom ekki.

Er ekki með nein plön um helgina, kannski leik ég eitthvað við systkinabörnin mín. Dunno. Þarf allavega að þrífa coz eew.

R

Tuesday, June 26, 2007

ég hjarta gmail

Ég elska gMailið mitt. Það er risastórt og flokkar póstinn minn fyrir mig og hefur gTalk og afþví ég fékk mér gMail svo snemma þá er það bara nafnið mitt og svo @. Þarf ekki að vera rgnhildur341 eða eitthvað álíka rugl. En þar sem ég var fyrsta Ragnhildurin til að ná þessu, þá virðist sem einhver, eða einhverjar af nöfnum mínum gefi mitt email út í stað þeirra, viljandi eða óviljandi, gleymi k eða l eða 73 fyrir aftan. Ég hef svo oft fengið einhvern rugl póst sem tilheyrir mér ekki. Uppáhalds er auðvitað brúðkaupspósturinn í hitteðfyrra. Ohhh ég sakna enn þeirra bréfa, það var svo gaman að fá eitt og eitt hint um brúðkaupið sitt af og til. En í gærkvöldi, sat ég í sakleysi mínu í sófanum með Áslaugu mér við hlið og að tala við Unu á gTalk. Þá fæ ég myndskilaboð úr símanúmeri á gMailið mitt sem ég opna og það er mynd af stelpu. Voða fínt, en þekki hvorki krakkann né númerið. Fer á ja.is en númerið er óskráð. Svo held ég bara áfram að blaðra en þá doinkdoink, önnur myndskilaboð, sami krakkinn önnur mynd. Og svo aftur. og aftur. og aftur. Ég fékk einhverjar 12 myndir af fólki sem ég kannast ekki boffs við. Hefði að sjálfsögðu getað sent sms í númerið og sagt hey hættissu! en ég er auðvitað ógó forvó og varð að tékka hvort ég fengi einhverjar djúsí myndir. En nei, þetta var allt frekar boring og fjölskylduvænt. En hérna eru allavega myndirnar. Ég ætla að vera svo skammlaus og pósta þeim múhaha. Látið mig vita ef þið kannist við liðið... :) Kannski er maðurinn Tryggi, þessi sem giftist Ragnhildi og ef svo... þá er ég bara fegin að ég fann aldrei kirkjuna. Ussssssssssssssssssss


















Wednesday, June 20, 2007

Awesome Air

Djöfull voru Air tónleikarnir í gær óóóógeðslega flottir. Geðveikt flott að horfa á þá og mega flott ljósin í kring. Trommarinn sem var með þeim er líka mega góður. Það var í einu laginu sem ég beið bara eftir að ryki úr höndunum á honum... it was crazy cool. Lokalagið var svo bilað flott. Það stigmagnaðist og stigmagnaðist og ljósin í takt og í endann fannst mér ég ekki lengur vera vakandi, maður var kominn í einhverja leiðslu á hápunkti lagsins. Körrrrreisí.
Það eina sem ég var svekkt með var að hvorugt uppáhalds Air laganna minna var spilað, Playground Love (Virgin Suicides) og All I Need (Moon Safari). Svosem skiljanlegt að All I Need hafi ekki verið tekið því það var gestasöngvari (Beth Hirsch) sem söng það á plötunni. En samt... would have been nice.
En ég setti allavega youtube af uppáhaldslögunum mínum hérna fyrir neðan.

Air - Playground love

Fyrir utan að vera eitt af mínum uppáhalds Air lögum, þá er þetta myndband eitt af mínum all time uppáhalds.

All I Need (1998) - Air (directed by Mike Mills)

Tuesday, June 19, 2007

Málum bæinn bleikan!

Til hamingju með daginn stelpur!!!

Feist - 1 2 3 4

Una sendi mér þetta myndband í vikunni. Ég er með það á heilanum, mér finnst það svo fallegt og skemmtilegt og ég verð svo glöð í hjartanu að horfa á það og hlusta. Lovv it. Er líka að gera fólkið í vinnunni geðveikt, því ég spila það svo oft hihi.

Friday, June 15, 2007

la la la la long time

Veit ekki afhverju ég hef ekki bloggað svona lengi, fannst ég ekki hafa neitt að segja. Samt er ég búin að fara til Manchester, sumarstarfið er byrjað, Silja kom til landsins, ég fór á reunion, búin að fara í tvær útskriftarveislur, djamma eins og svínka o.s.frv.

En þetta er nýi uppáhalds leikurinn minn á tölvunni, það er nefninlega búið að taka alla kapla og allt úr vinnutölvunni... en þetta er hvort sem er mega skemmtó oooog fyndið :D

Blogga seinna, þegar andinn kemur yfir mig. Ciao

Monday, May 07, 2007

mmmmmm vor

Aaaah, vor í lofti. Með hækkandi sól fer skapið batnandi og sætir iðnaðarmenn spretta upp um allar grundir eins og sóleyjar. Delish.
Ég er farin og komin tilbaka frá Noregi, það var mjög skemmtileg ferð, veðrið þar var eins og júlíveður á Íslandi og ég er þessvegna búin að vera þunglynd af grámyglu síðan ég kom heim. En það er allt að batna.
Bíllinn minn hóf upp raust sína á föstudaginn með undarlegu purri, og ég sem sönn Ragnhildur hækkaði í útvarpinu og hunsaði það. Lagði honum yfir helgina og hékk bara í 105 og 101, þar sem er hvort sem er mesta fjörið... Ætlaði svo að fara á honum í vinnuna í dag og svo mögulegakannskiefégnennti að fara með hann eftir vinnu á verkstæði... svona þar sem ég á líka eftir að setja sumardekkin á, ussssss. En nei, var rétt komin upp á Bústaðarveg þegar til viðbótar við purrið kom doink doink doink doink þá þorði ég ekki annað að gera en leggja honum útí kant og hringja í hann karl föður minn sem kom og skutlaði mér í vinnuna, sótti mig svo aftur og við drógum bílinn heim til hans, tjökkuðum hann upp (játs, I´m a mean tjakkari) og pabbi kíkti aðeins á hann. Þá var eitthvað apparat búið að losna og hékk niður undan honum sem daddyo batt síðan upp með vír ... og hann Sjonni minn fer svo á verkstæði í fyrramálið. Ég fékk þvílíka nostalgíu og minntist allra stundana þegar ég var lítil að hanga með pabba í bílskúrnum, mér fannst það alltaf svo skemmtilegt, góð lykt þar og ég tjakkaði sjálfa mig upp og niður á bláa tjakknum. Good times. En já, þannig að ég mun ganga til liðs við heilsulúðana og hjóla í vinnuna. Eða taka strætó. Eða bara leigubíl, ég meina kommon hver nennir í strætó?

Gleðilega vordaga xxx

Wednesday, May 02, 2007

Friday, April 20, 2007

I want my money bitch

Kíkið á þetta.

Thursday, April 19, 2007


Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Sumar sumar sumar hey!

Monday, April 16, 2007

Heitasta Hollywood parið


Sjáiði hvað þau eru sætt par... krúsímúsí. Hr. Channing Tatum og Áslaugmín

Thursday, April 12, 2007

Luck be my lady tonight

Minniháttar gleði í dag, ekkert stórfenglegt og svo er farið að síga á ógæfuhliðina um leið. Held ég hafi ofgert mér í snú-snú í gær með kvefið mitt því hausinn á mér er búinn að vera að springa í dag. Svo beið ég kát og spennt eftir House þættinum, en þá er bara verið að sýna ungfrú Reykjavík. Ullabjakk.

Það eru samt góðar fréttir í dag í anda vikunnar... Það er möguleiki að ég taki við starfi forstöðumanns næsta vetur, í eitt ár. Kemur betur í ljós aðeins seinna, en það er allavega búið að bjóða mér það með einum fyrirvara. En ef það gengur ekki upp á held ég HÍ sé varaval hjá mér. Fór til námsráðgjafa í dag til að kynna mér aðeins kostina sem ég hef. Betra að vita svona, hvaða leiðir er hægt að fara.
Mér fannst ég vera svo fullorðin í dag eftir þetta, að þegar ég fór að versla í matinn greip ég með mér eitt eintak af Mannlífi, blaði sem ég hef aldrei áður keypt og varla lesið í áður. Er enn að blaða í því, en það er mjög skemmtilegt. Viðtöl við Steingrím J. Sigfús og Einar Má Guðmundsson, menn sem eru báðir í miklum metum hjá mér, og fleira áhugavert.

Kvöldið hjá mér annars rólegt, er í joggaranum upp í sófa að drekka te og maula á Bismark brjóstsyki, sem lætur mig hugsa um afa minn, og að reyna að losna við kvefið. Looooord, I´m an old lady!!

Wednesday, April 11, 2007

happyhappyhappyhappyhappyhappyhappvííí

Yeah baby yeah!!! Ég var að kaupa mér miða til Manchester í maí! Sagði ykkur að þetta væri frábær vika!!!

HOT PISS!!

(skrifaði þetta í gær, en gat ekki postað fyrr en í dag)
Þessi vika, veit hún er nýhafin, er svo frááábær. ÆÐISLEGUR páskamatur á sunnudag, ÞRUSUgóðir tónleikar í gær og MEGA skemmtilegt þriðjudagskvöld hjá mér, Áslu og Hilds í kvöld. Eins og þið vitið eru þriðjudagar matreiðsludagar hjá okkur og í kvöld eldaði ég kjúkling í rauðu karrýi... Ekkert merkilegt, en svo fórum við að tala um hvað það væri langt síðan við hefðum farið í bíó og hvaða myndir væru í sýningu núna og föttuðum að okkar langaði allar að sjá sömu myndina, Hot Fuzz. Klukkan var hinsvegar 2 mínútur í 8 og hún sýnd í Álfabakka. Þannig að við rökræddum á ofurhraða og vorum komnar út úr húsi mínútu seinna og Hildur steig hann flatan alla leið í Mjóddina og við náðum akkúrat. Þessi mynd var síðan svo DÚNDUR skemmtileg og ég hló eins og mongó allan tímann. Ég mæli því með að allir skelli sér í bíó að sjá þessa mynd. Ooooog eins og þessi fyndna fyndna mynd hafi ekki verið nóg til að gleðja mig þá.... wait for it wait for it, gat ég keypt míní, já míní sem eins og allir vita sem þekkja mig er alltaf skemmtilegra, ok ok ekki alltaf skemmtilegra en þið vitið hvað ég á við Haagen Dazs í bíóinu! Þannig að meðan ómenntaður lágstéttar skríllinn úðaði í sig ofsöltuðu poppi og vatnsþynntu gosi þá gæddi ég mér á dýrindis jarðaberjarjómaís. Nammi nammi namm.

Þessvegna er ég einn kátur tjaldari og hlakka til að komast að því hvað verður frábærlegadúndurþrusumegaskemmtó um að vera á morgun.

Tuesday, April 10, 2007

welcome to pie-ami

CSI aðdáendur... check this out

Monday, April 09, 2007

Raise your flag

Var að koma heim af Bjarkartónleikunum. Geðveikt góðir tónleikar. Antony kom og söng með henni eitt lag og hún söng blöndu af nýjum og gömlum lögum og var búin að remixa gömlu lögin. Hún söng Hyperballad og það var svo geðveikt flott, ég er ennþá með stjörnur í augunum yfir því. Ég væri til í að eiga þessa tónleika á vídjó til að geta séð þá aftur. Svo var Hot Chips á eftir Björk, þeir eru líka þrusugóðir. Svo skemmtilegt að dilla sér við þá.


Þetta var góður endir á skemmtilegu páskafríi. Núna er síðasta vinnuhollið að hefjast fyrir sumarið. Ég er búin að vera rosa dugleg allt páskafríið, búin að djamma fullt, borða fullt, horfa á fullt af vídjói, hanga í ps2 og nintendo, sofa fullt. Semsagt þrusudugleg stelpa. Við Áslaug fórum í Súper Mario Bros 3 í gær, djöfull er ég góð í þessum leik... miklu betri en Áslaug. hahaha.
Svo er ég að spá í að fara að hanga í Kolaportinu og leita að Duck Hunt leiknum og appelsínugulu byssunni sem fylgdi þeim leik. Ég verð að eignast þessa byssu. It´s way cool.

Ég er byrjuð að horfa á The Riches, þætti með Eddie baby og Minnie Driver, þau leika Kanapakk. Ég veit ekki hvort ég sé svona úber heilaþvegin af Eddie en mér finnst þetta mjög góðir þættir og kynlífsatriðin bögga mig ekki neitt, þótt aðrir sem hafa horft á þetta séu ekki að meika að horfa á hann í sollis dótaríi. Ég ætla allavega að fylgjast með þessum þáttum.

Svo horfði ég loksins á Little Miss Sunshine, var alltaf á leiðinni að horfa á hana en svo loksins í páskafríinu lét ég verða af því. Váááá hvað hún er fyndin. Ég þurfti að bíta í koddann minn til að hlæja ekki of hátt.

Dudduru... þetta er komið gott.

Sunday, April 08, 2007


Gleðilega páska allir mínir vinir og fjölskylda

Thursday, April 05, 2007

jesssss

Mini bananar í Bónus. Life is good.


Tuesday, April 03, 2007

abbó abbó

Var að lesa bloggið hennar Unu, þetta er það MEST RÖFF TÖFF KÚL MEGA sem ég veit um. Ég er að kálast úr afbrýðisemi. Geri mér fulla grein fyrir að ég er snarbiluð eeen þið verðið að skoða.Mér finnst þetta líka bara svo ógila sneddí fyrirbæri, ætla að gera svona sjálf. Þegar ég nenni...

Thursday, March 29, 2007

Súpah

Ég er að kálast úr þreytu, búin að vera úber steikt í hausnum í dag.... en í staðinn fyrir að fara snemma að sofa eins og ég ætlaði, þá gerði ég þetta. Ég veit, ég er þrolli.

Tuesday, March 27, 2007

it´s mandatory

Ég fór í fyrstu fermingarveisluna, af fjórum þetta árið, á laugardaginn. Mjög gaman. Við sátum saman systkinin plús og vorum að spjalla og einhverjir fóru að tala um klæðaburð í vinnunni. Að það væri svo mikilvægt að klæða sig eftir starfi. T.d. að vera ekki í flíspeysu og gallabuxum ef maður vill fá stóru verkefnin og stöðuhækkun o.s.frv. Þetta var að sjálfsögðu sá partur fjölskyldunnar sem er í svona corporate stöðum. Þeim fannst það ekki alveg koma sér við þegar ég demdi mér í umræðuna með því að ræða klæðaburðinn í minni vinnu. Þessa vikuna eru þemadagar svo að í gær mætti ég í náttbuxum í vinnuna, í dag með hatt (Google-derhúfu) og á morgun um daginn á ég að vera ofurhetja og um kvöldið Casino-dealer. Ég held að lífið væri skemmtilegra ef forstjórar og hinir ýmsu starfsmenn "fullorðinsstarfanna" sæjust vappandi um með nærbuxurnar yfir buxurnar og í þröngum stígvélum og með skykkju af og til.

En vegna allra þessara búninga er ég búin að vera að stela fötum af fjölskyldumeðlimum. Áðan var ég í peysu af mömmu, vesti af Jóhönnu Kristínu og með skykkjuna hans Finns Arnórs á bakinu. Ansi lekker gella. Svo fékk ég bindi hjá Söru Valnýju líka...

En já, klukkan margt ég sybbin góða nótt.

Sunday, March 11, 2007

hálf tómt glas

Ansk. Djö. Helv.
Leigjandinn var að tilkynna mér að hún ætlar að flytja aftur í sveitina um næstu mánaðarmót. Vissi að þetta gæti ekki enst, þetta er búið að vera of gott til að vera satt. Hún er næstum aldrei heima (sérstaklega um helgar), hljóðlát og þrifin. Þannig að... enn eina ferðina þarf ég að leita að leigjanda. Boring og ég nenni því ekki. Vill einhver herbergi? Djöfull nenni ég þessu ekki! En ég var að fatta að ég spurði aldrei hvað hún væri að plana að vera lengi... með hverjum leigjanda fatta ég nýja spurningu til að bæta við á listann.

Annars er ég með hósta og er slöpp. Ekki frísk og ekki veik. Þoli ekki millistigsveiki, er mikið að spá í að finna mér snjóskafl og leggjast í hann þar til ég verð alvöruveik svo ég geti orðið frísk aftur.

Fór í Unuhús á fös-lau með Áslu og Hildi, mjög kósí ferð. Fólk samt misgott í að slaaaakaaa :) Ég er mjög góð í sumarbústaðarleti. Síðan fóru ég, Ásla og Lára á söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Mjög skemmtilegur söngleikur, mæli með honum.

En já, er einhver til í að flytja inn til mín?

Friday, March 02, 2007

status report

Hæhæ, ég er ekki dáin eða búin að missa puttana og get þessvegna ekki bloggað. Ég er bara andlega fjarverandi þessa dagana, er hætt að fara á netið afþví ég er svo upptekin af að horfa á Gray´s Anatomy. Ég er aaaalveeeg! yfir þessum þáttum. Kem aftur þegar ég er búin að horfa á allt ;)

Sunday, February 18, 2007

brandari


Gleðilegan bolludag elsku súkkulaðirjómabúðingsbollurnar mínar.

Thursday, February 15, 2007

YOUWITME?

Jeeeyyyyyyyyyyyyyyy JEEEEEEYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYY
Ég ætla að fara, hver ætlar memmér??

Saturday, February 10, 2007

Wednesday, January 24, 2007

Myspace

Var að flakka um myspace, ætlaði upp á djókið að sjá hversu margir Wonder Woman lúðar (eins og ég) væru þar... og rakst þá á þessa síðu. Hvað er málið??? Er þessi stelpa virkilega sjálf að setja þessar myndir af sér inn? Og er hún í alvöru high school nemandi??? Vita foreldrarnir af þessu??? Ég er svo gjörsamlega í sjokki. Ákvað að kíkja á hverjir væru vinir hennar, þá eru þar á meðal er þessi maður, 51 árs einhleypur Trekki. Nice. Kíkti á vinalistann hans, m.a. er þar stelpa með mynd upp pilsið sitt aftan frá og textann I´m open to almost everything. Hmm hvað ætli það þýði? Ef þetta er raunverulegt þá er ekki skrýtið að barnaníðingurinn í Kompási hafi virkilega trúað því að hann væri að fara að hitta litla stelpu. Ef þetta er heimur barna og unglinga þá mun ég, þegar þar að kemur, ala mín börn upp sem Amish. Þau fá sko ekki að horfa á poppTV og hanga á netinu eftirlitslaus. Þetta er ógeð.

Tuesday, January 23, 2007

Monday, January 22, 2007

arg

arg sjitt fokk, fór að fikta í útlitinu á blogginu og nú er ég búin að eyðileggja allt og nenni ekki að finna hvar ég get lagað aftur. Krapp helv djö. stupid computers.

Thursday, January 11, 2007

different altitude or attitude

Svo virðist sem önnur hver manneskja á Íslandi sé heimilislaus. Allavega hefur síminn minn verið rauðglóandi síðan ég auglýsti aukaherbergið í íbúðinni til leigu. Ég er grínlaust búin að missa tölu á fjölda þeirra sem ætla að koma og skoða í kvöld og ég er farin að setja fólk á biðlista með að fá að koma og skoða. Svo auðvitað hringir líka fólk sem passar ekki í "prófílinn", pör, fólk með börn, strákar sem skilja ekki orðið female o.s.frv. En ég sé fram á mjög áhugavert kvöld. Ástæðan fyrir að ég er að auglýsa er auðvitað að Maxi er flutt út, hún og kæróinn fundu sér íbúð saman.

Ég var víst búin að lofa óhappabloggi... hér er útlistun á óhöppunum mínum í Hollandi:
1. Fór í Ikea með Hendrik og var eitthvað að fíbblast og datt og fékk marblett á fótlegginn.
2. Á leið heim úr Ikea festist buxnaskálmin í hjólinu.
3. Ákvað að poppa handa mér og Unu og það kviknaði í örbylgjuofninum og hann bræddi úr sér.
4. Á aðfangadagskvöld vorum við Taku í keppni að vera á undan að slökkva á kertum og hlupum á hillu sem flaug upp, tvö risakerti flugu yfir mig og jólakjóllinn minn drukknaði í rauðu kertavaxi og Taku reyndi að grípa kaktusana sem voru á hillunni... ái.
5. Á aðfangadagskvöld fórum við út á torg í leiki, fórum í "hlaupa í skarðið" og ég og Ren vorum að keppa um skarðið og hlupum á hvort annað. Hann flaug aftur fyrir sig en ég veit ekki á hverju ég lenti en hnéð á mér bólgnaði upp og var blásvart og helaumt í 2 vikur.
6. Á gamlárskvöld fékk Taku sér stóran sopa af Opal skoti en um leið og hann fann bragðið frussaði hann því út úr sér... yfir mig. Hárið, jakkann, pilsið, skóna, allt. Nokkrum mínútum seinna missti Hendrik hálfan bjór yfir pilsið mitt og stuttu síðar var stelpa að troða sér í gegnum þvöguna, hélt bjórnum sínum yfir hópnum og hellti svo úr honum ofan í hálsmálið á mér. Það er ofsa ofsa gott að finna bjór leka niður bringuna og niður á maga...

En ég kenni loftþrýstingnum í Hollandi um öll þessi óhöpp mín því eins og allir vita er Holland undir sjávarmáli. Það greinilega fer alveg með mig því það kom ekkert fyrir í Frakklandi.

Læt ykkur vita hvernig fer með leigjendamálin mín, ég nenni svo ekki að hitta allt þetta fólk. Er að spá í að ljúga að öllum að ég sé búin að leigja það út og breyta því í.... herbergi með rólu og vegasalti. Or something, I dunno. Er einhver sem vill láta mig fá 30.000-35.000 í hverjum mánuði og sleppa því að búa í herberginu?

Thursday, January 04, 2007

pix

Heeyyyyy

Bjó til myndaalbúm. Getið skoðað á http://picasaweb.google.co.uk/ragnhildur
víúvíúvíú

Næsta blogg verður óhappabloggið. Lofa.

Wednesday, January 03, 2007

töþússdosjö

Halló allt mitt fólk. Ég er komin heim frá Hollandi. Það var svoooo gaman og ég var ekki alveg tilbúin að fara heim. Held samt Una og vinir hafi alveg verið komin með nóg af mér haha... djók. Þeim finnst ég F A B... sem ég nottla er.
Jólin voru frábær, við Una eyddum aðfangadegi með 8 Asíubúum sem voru flestir að halda upp á jólin í fyrsta skipti. Það var svo gaman, þeim fannst öllum maturinn æðislegur og allt svo skemmtilegt. Einn þeirra, Taku frá Japan, er sú manneskja sem er skemmtilegast í heimi að gefa að borða. Mig langaði að taka hann með mér hingað og hafa hann í öllum matarboðum sem ég held. Hann var alltaf að stelast inn í eldhús til að njósna um matinn og hrópaði af hrifningu þegar hann smakkaði matinn og dásamaði hann í hástert. Ekki leiðinlegt að fæða svona fólk :)
Möndlugrauturinn sló líka í gegn, þeim fannst möndlugjöfin ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri en stelpan, Hiroko frá Japan, sem fékk möndluna misskildi reglurnar og gleypti hana samviskusamlega.
Eftir matinn fórum við út að labba um bæinn, fórum út á torg í leiki og svo á barinn og fengum okkur bjór og spiluðum. Um klukkan 2 var barnum lokað og allir fóru heim og ég, Una, Ren og Bing röltum í húsið þeirra og við fórum að taka upp pakkana. Það var mjög gaman og strákarnir göptu yfir pakkaflóðinu og töluðu um að það væri nú best að koma jólahefð á í sínum fjölskyldum.
Á jóladag var síðan hangikjöt, uppstúfur, kartöflur, rauðkál, orabaunir, laufabrauð, malt og appelsín. Jólin okkar voru semsagt nákvæmlega eins (matarlega séð) eins og jólin á Íslandi.

Á annan í jólum hoppuðum við Una upp í rútu og fórum til Parísar. Við vorum þar í 4 nætur og það var æðislegt. Borgin er rosalega falleg og svo margt að sjá. Ég verð samt að viðurkenna að París er ekki uppáhaldið mitt, borgin er of stór fyrir mig og Frakkarnir ekki mitt uppáhaldsfólk... ég held mig við Breta :) en auðvitað er hún stórkostleg og gaman að hafa farið og skoðað og ég skemmti mér dásamlega.

Við komum aftur til Delft 30. des og þá hófst undirbúningur fyrir áramótin. Þar sem við höfðum séð um jólamatinn neituðum við að hjálpa til með matinn þá að öðru leiti en að ég bakaði eina köku. Á gamlársdag voru strákarnir því sveittir í eldhúsinu en við Una fórum í smá verslunarferð til Rotterdam, komum svo heim og gerðum okkur til og settumst beint við matarborðið. Þá var líka slatti hjá okkur í mat en allir komu með eitthvað, svona pot luck dinner. En við drifum okkur öll í lest til Amsterdam kl 8 og fórum á Dam torgið þar sem voru risa skjáir, svið og dj að spila. Síðan var sýnt frá öðrum tímabeltum þegar var verið að hringja inn nýárið. Það var rosalega gaman, allir að dansa og skemmta sér á torginu og fullt fullt af fólki. Við vorum svo komin heim um fjögur um nóttina og vorum öll orðin svo svöng að við vorum með aðra veislu þá. Kláruðum nokkurn veginn allan matinn sem var til :)

En já, hef þetta ekki lengra, orðið of langt nú þegar. Skal blogga næst um óheppnina mína í ferðinni, sem var þónokkur.
Annars bara gleðilegt nýtt ár og hlakka til að sjá ykkur öll. Mússímúss

hey já, Una er búin að setja nokkrar myndir á bloggið sitt, svo koma fleiri...